Orðaborgarar

Orðaborgarar eru stuttar greinar til fróðleiks og skemmtunar um íslensk orð, orðasambönd og orðatiltæki – uppruna þeirra, sögu og notkun.

A

Einhver kann að hafa velt því fyrir sér hvaða orð væri algengast í íslensku. Samkvæmt „Íslenskri orðtíðnibók“, sem kom út 1991, er og algengasta orðið en fast á hæla því kemur . Bókin er byggð á mikilli rannsókn og þessi orð komu fyrir í öllum textunum sem athugaðir voru, alls rúmlega 500.000 lesmálsorðum, hvort þeirra meira en 20.000 sinnum. Það vekur athygli í niðurstöðum þessarar rannsóknar að tuttugu algengustu orðin í íslensku eru öll svokölluð kerfisorð, smáorðin sem binda saman texta en hafa sjálf ekki skýra merkingu eins og samtengingar, forsetningar, fornöfn, atviksorð og hjálparsagnir. Þetta eru jafnframt þau orð sem koma fyrir í öllum textunum.

að deila um keisarans skegg

Það þykir heldur fánýt iðja að deila um keisarans skegg. Orðtakið er upphaflega komið úr þýsku og á sér fleiri en eina skýringu. Sumir telja það sprottið af deilum um skegg eða skeggleysi Karls mikla, sem einnig er kallaður Karlamagnús, og þótti mörgum sem deiluefnið væri ekki ýkja merkilegt. Deilurnar spruttu þó af því að til voru skjöl með innsigli hans, sum með mynd af honum skeggjuðum en skegglausum á öðrum og grunur kviknaði um að annað hvort innsiglið væri falsað. Aðrir telja að orðtakið hafi upphaflega snúist um rómverska keisara. Á rómverskum peningum var jafnan mynd af ríkjandi keisara, sem ýmist var skeggjaður eða ekki eftir því sem tíska hvers tíma bauð, og deildu menn um það hvor siðurinn hefði verið vinsælli. Fleiri upprunaskýringar eru til en hvað sem þeim líður merkir orðtakið ‘að rífast um eitthvað sem litlu eða engu máli skiptir’.

að ganga frá Heródesi

Pontíus Pílatus var landstjóri á Sýrlandi þegar Jesús fæddist og gegndi sama embætti í Júdeu þegar réttað var yfir Jesú. Nöfn hans koma bæði fyrir í orðtakinu að ganga frá Pontíusi til Pílatusar eins og um tvo menn sé að ræða. Þetta orðtak er ungt í íslensku og er ættað úr þýsku. Sumir tala reyndar um að ganga frá Heródesi til Pílatusar en merkingin er sú sama, ‘að fara erindisleysu, að vera sendur frá einum stað til annars án þess að fá úrlausn’. Pontíus Pílatus sendi Jesúm til Heródesar konungs, en konungur sendi hann aftur til baka. Jesús endaði því á sama stað og hann fór frá.

að ganga frá Pontíusi

Pontíus Pílatus var landstjóri á Sýrlandi þegar Jesús fæddist og gegndi sama embætti í Júdeu þegar réttað var yfir Jesú. Nöfn hans koma bæði fyrir í orðtakinu að ganga frá Pontíusi til Pílatusar eins og um tvo menn sé að ræða. Þetta orðtak er ungt í íslensku og er ættað úr þýsku. Sumir tala reyndar um að ganga frá Heródesi til Pílatusar en merkingin er sú sama, ‘að fara erindisleysu, að vera sendur frá einum stað til annars án þess að fá úrlausn’. Pontíus Pílatus sendi Jesúm til Heródesar konungs, en konungur sendi hann aftur til baka. Jesús endaði því á sama stað og hann fór frá.

að gera úlfalda úr mýflugu

p>Eins og flestir vita er úlfaldi dýr sem lifir í Asíu og Afríku og er notað þar sem burðardýr. Orðið sem íslenskan hefur um þetta dýr er hins vegar komið annars staðar að. Á latínu er orðið elephantus notað um fíl og fílabein og á grísku hefur orðið eléphas sömu merkingu. Nágrannamál okkar nota samsvarandi orð um fíla, t.d. elefant í dönsku, en í íslensku hefur þessi orðstofn ummyndast í íslenska orðið úlfaldi sem vísar til allt annars dýrs (á dönsku heitir það kamel). Það er athyglisvert að í orðasambandinu að gera úlfalda úr mýflugu er á dönsku og þýsku talað um fíl en ekki úlfalda og reyndar eru dæmi um samsvarandi mynd orðtaksins í íslensku, að mynda fíla úr mýflugum, en hún er fátíð.

að hafa eitthvað á boðstólum

Orðið boðstólar á upphaflega við um bekki og borð þar sem vörur voru boðnar til sölu. Menn sem seldu vörur hafa þá haft þær til sýnis á boðstólum. Nú þekkist þetta orð eingöngu í sambandinu að hafa eitthvað á boðstólum sem er orðið almennt orðatiltæki um að hafa eitthvað til sölu.

að staðaldri

Orðið staðaldur merkir ‘varanleiki’. Það er talið samsett úr lýsingarorðinu staður ‘kyrrstæður, þrár’ og nafnorðinu aldur í merkingunni ‘tími’. Samsetta orðið er nær eingöngu notað í föstum orðasamböndum, einkum sambandinu að staðaldri, en einnig er til orðasambandið til staðaldurs sem merkir ‘til frambúðar’. Aðrar orðmyndir eru kunnar úr ritmáli en eru mjög sjaldgæfar.

að taka einhvern á beinið

Orðtakið að taka einhvern á beinið er tiltölulega ungt í málinu, sprottið upp á 20. öld. Á skrifstofu skólameistara í Menntaskólanum á Akureyri hefur lengi verið hvalbein. Sagan segir að eitt sinn hafi meistari kallað nemanda til sín til að lesa honum pistilinn fyrir einhverjar misgjörðir. Nemandinn mætti á skrifstofuna, leit í kringum sig en sá ekkert sæti. Hann benti þá á hvalbeinið og spurði: „Á ég að sitja á þessu?“. Eftir þetta hafi verið farið að tala um að menn væru teknir á beinið þegar þeir voru kallaðir fyrir meistara. Orðatiltækið hefur síðan breiðst út, einfaldlega í merkingunni ‘að vera ávítaður’.

að vaxa fiskur um hrygg

Fiskar synda jafnan um í sjó eða vötnum og reyni þeir að synda á land verða þeir gjarnan eins og þorskar á þurru landi. Ekki eru þó allir fiskar lagardýr því orðið fiskur getur einnig þýtt ‘vöðvi’ eða ‘þroti undir húð’. Þessa merkingu má t.d. sjá í orðunum fjörfiskur ‘ósjálfráðir vöðvakippir í andliti’, kinnfiskur (einkum í lýsingarorðinu kinnfiskasoginn) og í orðatiltækinu að vaxa fiskur um hrygg sem merkir ‘að eflast, taka framförum’.

að vera í essinu sínu

Þegar sagt er um einhvern að hann „sé í essinu sínu“ er átt við að hann sé vel fyrirkallaður, í góðu skapi og njóti sín vel. Þótt orðið ess hljómi eins og heiti bókstafsins ‘s’ eru engin tengsl þar á milli, heldur er orðasambandið komið til okkar úr dönsku, sem aftur hefur fengið það að láni úr þýsku. Ræturnar eru þó í latínu þar sem sögnin esse merkir ‘að vera’. Í miðaldalatínu hefur verið myndað nafnorð af þessari sögn sem hljómar eins &StuttStrik; esse &StuttStrik; og merkir ‘vera, ástand’. Samkvæmt því merkir orðasambandi að vera í essinu sínu bókstaflega ‘að vera í ástandinu sínu’ sem þýðir væntanlega að vera í góðu jafnvægi, eða eins og líka er stundum sagt, „upp á sitt besta“.

að vera kominn á steypirinn

Í orðatiltækinu að vera kominn á steypirinn, sem einkum er haft um konur sem eru komnar nærri því að ala barn, geymist gömul orðmynd, þolfallsmyndin steypir. Nú hafa orð af þessu tagi yfirleitt ekkert ‘r’ nema í nefnifalli og þannig var það líka í fornu máli en á tímabili hélst r-ið í flestum beygingarmyndum (læknirar, kíkirnum). Orðið steypir heyrist sjaldan nema í þessu sambandi en bókstafleg merking þess er ‘hengiflug’.

að vera lukkunnar pamfíll

Í spilinu púkk hefur laufagosinn sums staðar verið kallaður pamfíll. Þetta orð þekkist þó einkum í orðasambandinu að vera lukkunnar pamfíll sem merkir ‘að vera mjög heppinn’. Orðatiltækið er komið úr dönsku þar sem það hljóðar ‘at være lykkens pamfilius’. Danska orðmyndin gefur trausta vísbendingu um uppruna orðsins. Það er dregið af latnesku mannsnafni, Pamphilos, sem reyndar er komið úr grísku. Þar merkti það ‘sá sem er mikið elskaður, sá sem allir unna’.

að verða ekki um sel

Selir virðast fremur meinleysislegar skepnur og erfitt að ímynda sér að þeir valdi ótta og óróa. Áður fyrr báru menn hins vegar óttablandna virðingu fyrir selum, þeir voru sagðir sólgnir í mannakjöt og fullvaxinn selur í árásarham er auk þess ekkert lamb að leika sér við. Þessi ótti við seli kemur fram í þjóðsögum þar sem draugar, óvættir og jafnvel kölski sjálfur birtast í selslíki. Til marks um hann er líka orðatiltækið að verða ekki um sel sem merkir ‘verða hræddur og kvíðinn, lítast ekki á blikuna’.

aðvörun

Nafnorðin aðvörun og viðvörun eru talsvert algeng í íslensku. Þau merkja bæði það sama, ‘það að vara við (t.d. hættu)’, og eru sennilega einkum notuð um boð um aðsteðjandi hættu. Orð af þessu tagi, kvenkynsorð sem enda á ‘-un’, eru yfirleitt mynduð af sagnorðum. Þar sem sambandið ‘*vara að’ er ekki til hafa margir lagst gegn notkun orðsins aðvörun og mælt með því að nota heldur viðvörun með tilvísun til sambandsins vara (einhvern) við sem allir þekkja. Það kann líka að mæla gegn orðinu aðvörun að það minnir mjög á danska orðið advarsel.

afgreiðslutími

Verslanir eru opnaðar að morgni og þeim er lokað aftur að kvöldi. Tíminn sem líður þar á milli er oft kallaður opnunartími en margir vilja heldur tala um afgreiðslutíma. Þeir segja sem svo að vel mætti kalla þá stund þegar verslunin er opnuð á morgnana opnunartíma, en eðlilegra sé að kalla þann tíma sem opið er afgreiðslutíma. Málið getur þó vandast þegar aðrar stofnanir en verslanir eiga í hlut, t.d. er hæpið að tala um afgreiðslutíma Húsdýragarðsins eða sundlauganna. Í slíkum tilvikum er þó hægt að orða hlutina öðru vísi, t.d. með því að segja að Húsdýragarðurinn sé opinn frá klukkan tíu á morgnana til klukkan sex síðdegis.

afmæli

Á ári hverju einu sinni
alla menn eg sæki heim,
þá sem ei mig eiga í minni,
eg óvörum finn, og hverf frá þeim.

Lausnin á þessari gátu er afmæli. Það er ekkert sérstaklega gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi sem vitað er um er í skrifum Árna Magnússonar handritasafnara (1663-1730). Það bendir til þess að orðið sé nýtt og lítt þekkt þá að hann sér ástæðu til að þýða það á latínu innan sviga. Orðið er skylt sögninni afmæla ‘afmarka í tíma eða rúmi’ en hún er lítið notuð og nafnorðið lifir sínu eigin lífi, óháð henni og mælingum yfirleitt eins og sést á því að það er oft borið fram ‘ammæli’.

afmælisbarn

Þegar fólk kemst af bernskuskeiði hættir það að vera börn nema hvað allir eru áfram börn foreldra sinna. Fólk heldur líka áfram að vera afmælisbarn á sínum heiðursdegi alveg fram á grafarbakkann og það orð er jafnvel notað um stofnanir og fyrirtæki ef svo ber undir. Það er sagt að tvisvar verði gamall maður barn en hann er aftur á móti afmælisbarn einu sinni á ári alla ævi.

aldin

Aldin merkir ‘ávöxtur’. Ávextir eru yfirleitt fluttir til Íslands frá fjarlægum löndum og mörgum þeirra hafa fylgt erlend heiti sem fest hafa í málinu. Flest hafa þau aðlagast málinu ágætlega en samt hefur stundum verið agnúast út í þau og stungið upp á íslenskum heitum í staðinn. Hefur orðið aldin þá gjarnan orðið fyrir valinu sem síðari liður þessara nýyrða. Til dæmis var fyrr á öldinni lagt til að nota orðið glóaldin um appelsínur, bjúgaldin um banana, eiraldin um apríkósur og gulaldin um sítrónur.

allavega

Samkvæmt „Íslenskri orðabók“ (1983) merkir orðið allavega ‘á allan hátt’, t.d. þegar sagt er „Þetta getur farið allavega“, eða ‘af öllu tagi’, eins og í sambandinu „allavega bækur“. En í talmáli nota margir orðið í merkingunni ‘hvað sem öðru líður’. Þá er t.d. sagt „Guðrún hefur oft verið til vandræða í skólanum. Allavega finnst sumum kennaranna það.“ Þegar orðið er notað á þennan hátt er sá sem talar að draga úr fullyrðingunni sem hann var búinn að setja fram eða setja e.k. fyrirvara. Orðið allavega getur líka merkt fleira, t.d. ‘að minnsta kosti’ eins og í setningunni „Hann er allavega fimmtugur, ef ekki eldri“. Sumir hafa amast við þessari notkun orðsins, t.d. telur „Íslensk orðabók“ hana ekki góða og gilda.

alnet

Net er skýrt í orðabókum sem ‘kerfi þráða sem liggja í kross og mynda möskva’, og var til skamms tíma nær eingöngu notað um veiðarfæri. Enska orðið Internet er upphaflega sérnafn ákveðins netkerfis sem tengir saman tölvur, en vegna yfirburðastöðu þessa kerfis er það er nú nánast orðið samnafn. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um íslenska samsvörin enska heitisins, t.d. alnet og lýðnet, en oftast er þó bara talað um netið - með greini. Hugsanlegt er að skrifa Netið með stórum staf ef menn vilja líta á orðið sem sérnafn.

altan

Altan er eitt af mörgum tökuorðum úr dönsku sem voru algeng fyrr á öldinni. Síðan tók orðið svalir við og nú heyrist danska orðið sjaldan. En eins og ýmis önnur orð sem hafa horfið úr daglegu tali lifir það í bókum og öðrum skrifuðum textum. Þeir sem hafa lesið „Sálminn um blómið“ eftir Þórberg Þórðarson ættu að minnsta kosti að vera vel kunnugir því. Það var til dæmis af altaninu á íbúð Sobbeggi afa og Mömmugöggu sem Lilla-Hegga benti Sobbeggi afa á Hauk sem skítti á fiðluna.

alveg

Í „Brekkukotsannál“ segir frá því að þeir séra Snorri Björnsson (1710-1803), prestur á Húsafelli, og séra Jón skáld Þorláksson á Bægisá (1744-1819) hafi hist á Kjalvegi og hafi þá Jón ljóðað á Snorra:

Ljót er bölvuð blekkingin
blindar á lífsins Kjalveg.

Snorri svaraði samstundis:

Þó er verst ef þekkingin
þjónar henni alveg.

Það mun að vísu ekki standast að þeir hafi hist Jón og Snorri og ort þessa vísu í sameiningu. Lokaorð hennar, alveg, er hins vegar ekki gamalt í málinu og elstu heimildir um það eru frá byrjun 19. aldar.

appelsínugulur

Nú vita líklega allir hvaða lit er átt við þegar sagt er að eitthvað sé appelsínugult. Þetta orð er þó ekki gamalt í málinu, og virðist ekki fara að breiðast út fyrr en eftir 1960 þegar appelsínur fóru að verða algengari sjón hér á landi. Liturinn var þó vitaskuld þekktur áður, en var þá kallaður rauðgulur.

Á

á

Orðið á er eitt af stystu orðum í íslensku. Eigi að síður leynir þessi orðmynd á sér því hún er nokkuð margföld í roðinu. Hún er nefnilega ýmist forsetning eins og þegar sagt er „Leggðu bókina á borðið“ eða hún getur verið nafnorðið á ‘vatnsfall, fljót’, t.d. þegar sagt er „Það rennur straumlygn á eftir miðjum dalnum“. Í setningunni „Ég á bókina“ er þetta aftur á móti ein af beygingarmyndum sagnarinnar eiga og þegar sagt er „Drengurinn eignaðist á með tveimur lömbum“ er enn annað orð á ferðinni, nafnorðið ær. Fólk hefur leikið sér með þessa margræðni og ein útkoman úr þeim orðaleikjum er setningin „Trausti á Á á á“.

ágætt

Skólabörnum hefur stundum gengið illa að skilja hvers vegna „ágætt“ er betra en „gott“ þegar þeim er gefinn vitnisburður um ástundun og framfarir í skólanum. Í daglegu tali er ágætt nefnilega almennt notað um það sem er vel viðunandi en þó lakara en það sem er sagt gott. Merkingarafstaða orðanna er sem sagt önnur í skólanum en sú sem börn eiga að venjast. Þetta stafar af því að merking orðanna hefur breyst í áranna rás eins og iðulega gerist. Það á ekki síst við um lýsingarorð sem fela í sér skoðun manns á einhverju, merking þeirra hefur ríka tilhneigingu til að verða fyrir eins konar gengisfellingu þannig að hún verður smám saman veikari en áður. Vitnisburðurinn miðast aftur á móti við ákveðinn skala sem hefur unnið sér hefð jafnvel þótt hann byggist á eldri merkingu orðanna. Þar er besta einkunnin „ágætt“, síðan kemur „gott“, þá „sæmilegt“ o.s.frv.

ákavíti

Orðið ákavíti er sennilega tökuorð úr dönsku en það er upprunalega orðið til úr latneska sambandinu aqua vitae sem merkir bókstaflega ‘lífsins vatn’. Annað orð með svipaða merkingu, orðið viskí, á sér áþekka sögu. Það á rætur að rekja til skoskrar ensku en er leitt af írsku orði sem líka merkti ‘lífsins vatn’ líkt og hinn latneski forveri ákavítisins.

ástaraldin

Núorðið má sjá í verslunum ýmsa torkennilega ávexti sem heita margvíslegum nöfnum. Einn þessara ávaxta ber heitið ‘passion fruit’ á ensku og rómantískir verslunareigendur gáfu honum hið fallega nafn ástaraldin. Þessi þýðing mun þó ekki vera kórrétt, því ‘passion’ í enska heitinu vísar í píslarsöguna, um dauða og upprisu Jesú Krists (sbr. Passíusálmana). Ástaraldinið ætti því með réttu að heita ‘píslarpera’ eða eitthvað í þá áttina.

ástfanginn

Vafalaust finnst flestum orðið ástfanginn heldur notalegt, jafnvel fallegt. Fyrir öld voru ekki allir þeirrar skoðunar og fannst betra að nota orðið ásthrifinn. Þá væri unnt að greina á milli þeirrar tilfinningar að líka vel við einhvern eða vera hrifinn af honum og svo þess þegar ástin kemur til sögunnar og maður verður ásthrifinn af honum eða henni. Málvenja er að segjast vera „ástfanginn af Gunnu“, en síður „ástfanginn í Gunnu“.

ástríða

Ástríða er í hugum margra tengd ástinni enda er þetta tvennt oft nefnt í sömu andránni. Sjálf orðin, ást og ástríða, eru þó af ólíkum toga. Ástríða er samsett úr forsetningunni á og sögninni stríða en nafnorðið ást kemur þar hvergi nærri. Ástríða er sem sagt það sem stríðir á huga manns og hann kemst ekki undan – það er svo önnur saga að þetta á gjarnan við um ástina.

ávinningur

Oft rugla menn saman orðum sem hljóma líkt og segja þá t.d. „Ég hef heyrt ávinning af þessu“ í staðinn fyrir „ávæning“. Merking orðanna er þó alls óskyld og þau geta því aldrei komið hvort í annars stað. Ávinningur merkir ‘gróði, ábati’, en ávæningur er hins vegar orðrómur og það er að sjálfsögðu hann sem menn geta heyrt.

ávæningur

Oft rugla menn saman orðum sem hljóma líkt og segja þá t.d. „Ég hef heyrt ávinning af þessu“ í staðinn fyrir „ávæning“. Merking orðanna er þó alls óskyld og þau geta því aldrei komið hvort í annars stað. Ávinningur merkir ‘gróði, ábati’, en ávæningur er hins vegar orðrómur og það er að sjálfsögðu hann sem menn geta heyrt.

B

banki

Bankar eru stofnanir sem flestir hafa nokkur kynni af. Orðið banki er gamalt tökuorð úr dönsku. En það hefur líka verið stungið upp á því að nota önnur orð. Í orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705-1779) eru t.d. orðin leigunjótur, okursbrunnur og fjárgróðastofn.

barn

Orðin barn og krakki hafa svipaða merkingu þótt þau séu notuð á svolítið mismunandi hátt og nokkur blæmunur sé á þeim. Mörgum þykir krakki hafa á sér óvirðulegri blæ en barn og það væri t.d. tæplega notað í formlegu máli eða opinberum plöggum. Annar munur er sá að fullorðnir nota orðið barn um þá sem eru ungir að árum, bæði sín börn og annarra, en hæpið er að nokkur noti það orð um jafnaldra sína. Börn og unglingar tala um vini sína og kunningja sem „krakka“ - og margir halda því raunar áfram langt fram eftir aldri. Á síðustu árum hefur líka borið á því að ungt fólk geri merkingarlegan greinarmun á þessum orðum þannig að barn sé notað um þá yngri, einkum börn undir skólaaldri, en krakki um þá sem eldri eru, allt fram á unglingsár. Samkvæmt því er maður fyrst barn, síðan krakki, þá unglingur og loks fullorðinn. Þessi merkingarfærsla mun þó ekki vera almenn í málinu.

bein

Orðtakið að taka einhvern á beinið er tiltölulega ungt í málinu, sprottið upp á 20. öld. Á skrifstofu skólameistara í Menntaskólanum á Akureyri hefur lengi verið hvalbein. Sagan segir að eitt sinn hafi meistari kallað nemanda til sín til að lesa honum pistilinn fyrir einhverjar misgjörðir. Nemandinn mætti á skrifstofuna, leit í kringum sig en sá ekkert sæti. Hann benti þá á hvalbeinið og spurði: „Á ég að sitja á þessu?“. Eftir þetta hafi verið farið að tala um að menn væru teknir á beinið þegar þeir voru kallaðir fyrir meistara. Orðatiltækið hefur síðan breiðst út, einfaldlega í merkingunni ‘að vera ávítaður’.

berglind

Kvenmannsnafnið Berglind er nokkuð algengt og það á sér svolítið sérstaka sögu. Það var ekki notað fyrr en eftir 1930 og sagan segir að hjón nokkur hafi ákveðið að skíra barn sitt í höfuðið á Lindbergh þeim sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið árið 1927. Þegar barnið reyndist vera stúlka en ekki drengur kom auðvitað ekki til greina að nota nafnið beint og þá var því snúið við og stúlkan skírð Berglind.

berja

„Gummi barði mig í skólanum“. Þarna er sagt frá atburði og skilmerkilega tekið fram hver framdi verknaðinn og hver varð fyrir honum. En stundum vill maður ekki eða getur ekki greint frá því hver gerandinn var. Það getur átt sér ýmsar ástæður en hefur oft áhrif á það hvernig maður hagar orðum sínum, t.d. er líklegt að þá væri sagt „Ég var barinn í skólanum“. Í slíkri setningu er þolandinn, sá sem varð fyrir barsmíðinni, í forgrunni og það sem gert var við hann en þess sem framdi verknaðinn er að engu getið. Í málfræði er svona setning kölluð þolmyndarsetning. Á síðustu árum hefur borið á því að orðum sé hagað svolítið öðruvísi í slíkum setningum. Þá er sagt „Það var barið mig“ í staðinn fyrir „Ég var barinn“. Hafa sumir kallað þetta „nýju þolmyndina“ og margir telja hana óþarfa nýjung. Hún einskorðast auðvitað ekki við sögnina berja eina heldur getur tengst ýmsum öðrum verknaðarsögnum, t.d. hrinda, greiða og stríða.

bikini

Tvískipt sundföt komu fyrst fram um miðja 20. öld og voru nefnd bikini. Orðið hefur verið notað í íslensku a.m.k. frá því um 1960 og trúlega lengur. Það er dregið af nafni eyjar í Kyrrahafi, Bikini. Sagan segir að fáeinum dögum áður en þessi nýi klæðnaður var kynntur á tískusýningu í París hafi verið sprengd kjarnorkusprengja í tilraunaskyni á eyjunni og það hafi orðið kveikjan að nafninu.

bjúga

Stór, sver pylsa er víða á landinu kölluð bjúga. Annars staðar eru notuð orðin sperðill eða grjúpán um það sama. Bjúga er hvorugkynsorð (eins og auga) og maður kaupir því bjúgu í matinn og sýður þau þegar heim er komið. Hitt er þó til, að farið sé með þetta orð sem kvenkynsorð og sagt „;bjúgurnar“;. Fá hvorugkynsorð enda á ‘;-a’; og þau eru flest líffæraheiti. Þau mynda því ekki einungis beygingarlegan heldur líka að nokkru leyti merkingarlegan flokk. Merkingarlega fellur bjúgað þó ekki í hann og þar verður merkingin því ekki til þess að minna á og styðja hvorugkynsbeyginguna. Fjöldi kvenkynsorða endar aftur á móti á ‘-a’, þar á meðal orðið pylsa sem hefur ekki ósvipaða merkingu og bjúga, og þess vegna er tilhneiging til að líta á bjúga sem kvenkynsorð.

"

bjúgaldin

Aldin merkir ‘ávöxtur’. Ávextir eru yfirleitt fluttir til Íslands frá fjarlægum löndum og mörgum þeirra hafa fylgt erlend heiti sem fest hafa í málinu. Flest hafa þau aðlagast málinu ágætlega en samt hefur stundum verið agnúast út í þau og stungið upp á íslenskum heitum í staðinn. Hefur orðið aldin þá gjarnan orðið fyrir valinu sem síðari liður þessara nýyrða. Til dæmis var fyrr á öldinni lagt til að nota orðið glóaldin um appelsínur, bjúgaldin um banana, eiraldin um apríkósur og gulaldin um sítrónur.

bleikur

Bleikur er nú í hugum flestra einungis sá litur sem samsettur er af rauðum og hvítum, í mismunandi hlutföllum. Áður fyrr gat bleikur t.d. merkt ‘hvítur’ og ‘ljósgulur’, og það er trúlega sú merking sem felst í orðinu þegar Gunnar á Hlíðarenda talar um „bleika akra og slegin tún“. Einnig gat orðið einfaldlega merkt ‘fölur’. „Undrast öglis landa / eik hví vér róm bleikir ...“ orti Þormóður Kolbrúnarskáld að sögn skömmu fyrir dauða sinn (þ.e. ‘konan undrast af hverju ég er fölur’). Auðsjáanlegur er skyldleiki við danska orðið bleg sem merkir einmitt ‘fölur’.

blika

Blika er ákveðið skýjafar sem er til marks um að leiðindaveður sé á næsta leiti. Þegar blikur eru á lofti lítur því út fyrir að eitthvað slæmt sé fram undan. Á sama hátt er talað um að lítast ekki á blikuna þegar manni finnst útlitið ekki bjart.

boðstólar

Orðið boðstólar á upphaflega við um bekki og borð þar sem vörur voru boðnar til sölu. Menn sem seldu vörur hafa þá haft þær til sýnis á boðstólum. Nú þekkist þetta orð eingöngu í sambandinu að hafa eitthvað á boðstólum sem er orðið almennt orðatiltæki um að hafa eitthvað til sölu.

bréfasími

Fax er og hefur auðvitað lengi verið á hestum. Á síðari árum hefur verið farið að nota orð sem hljómar alveg eins í allt annarri merkingu, bæði um tæki sem senda bréf eða skjöl í gegnum símalínu og um sjálf bréfin eða skjölin sem viðtakandi fær í hendur sem e.k. ljósrit. Hæpið er að tala um þetta sem sama orð og fax í gömlu merkingunni því uppruninn er allt annar. Í þessari merkingu er orðið tökuorð úr ensku þar sem það er notað sem stytting á orðinu fascimile ‘(nákvæmt) afrit eða eftirrit’. Heldur hefur verið amast við notkun þessa orðs í íslensku þótt það sé í sjálfu sér þjált og falli ágætlega að málinu, kannski vegna þess að það fellur saman við gamla orðið þótt tæplega sé hætta á að það valdi ruglingi. Þess vegna hefur verið stungið upp á að nota orðið bréfasími um tækið og símbréf um það sem sent er.

brú

Þegar greinir bætist við orðin skór, brú og önnur af sama tagi þá er hann ýmist skrifaður með einu n-i (‘á brúna’) eða tveimur (‘á brúnni’). Venjuleg er líka framburðarmunur á slíkum myndum rétt eins og gerður er greinarmunur á orðunum Hanna og hana í framburði enda þótt annars staðar „heyrist ekki“ hvort greinirinn hafi eitt eða tvö ‘n’. Nú er þó orðið algengt, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni, að orðmyndirnar ‘(í) skóna’, ‘(undir) brúna’, ‘(yfir) slána’, sem ritaðar eru með einu n-i, séu eigi að síður bornar fram eins og þau væru tvö (skónna, brúnna, slánna). Þetta hljómar mjög ankannalega í eyrum margra.

bræðrabörn

Það er nokkuð algengt að orð séu eingöngu notuð í eintölu en aldrei í fleirtölu af merkingarlegum ástæðum. Hitt er sjaldgæfara að einungis fleirtalan sé nothæf af þessum sökum. Það á eigi að síður við um orðin bræðrabörn og systrabörn – eintölumyndirnar væru markleysa því enginn getur verið barn bræðra eða systra. Það sama á auðvitað við um bræðra- og systrasyni og -dætur. Þessi orð eru notuð þegar fólk lýsir skyldleika sínum við frændur eða frænkur, t.d. er sagt „Við Guðrún erum systrabörn“ eða „Trausti og Torfi eru bræðrasynir“. Einnig eru til frændsemisorð þar sem fyrri liðurinn er eintölumynd, ‘bróður-’ eða ‘systur-’. Þau orð eru annars eðlis, bæði merkja þau annað og eru notuð í öðru samhengi. Þannig gæti faðir Trausta sagt sem svo: „Torfi er bróðursonur minn“ og hann getur þess vegna átt fleiri bróðursyni.

buna

Orðið buna merkir oftast ‘samfelldur straumur af vatni eða vökva (t.d. úr stút á katli eða kaffikönnu)’. En það er líka talað um að „renna sér í einni bunu“ á sleða, skíðum eða hjóli þegar farið er niður brekku án þess að stoppa. Þá er líka hægt að „fá sér salíbunu“ á sleða niður brekkuna eða jafnvel í strætó niður í bæ. Fyrri liðurinn í orðinu salíbuna á rót sína að rekja til danska lýsingarorðsins salig ‘sæll’ sem er líka notað til áherslu. Það merkir því bókstaflega ‘sæluferð, áhyggjulaus ferð’ enda hefur salíbunan yfirleitt ekki annan tilgang en skemmtunina.

burðarliður

Þegar sagt er að eitthvað sé í burðarliðnum er átt við að það sé alveg að komast í framkvæmd. Líkingin í orðatiltækinu er dregin af fæðingu og þegar komið er að burðarliðnum er afkvæmið alveg að koma í heiminn.

D

della

Kvenkynsorðið della ‘vitleysa; árátta’ hefur verið notað í íslensku síðan á 19. öld. Það er tökuorð úr dönsku en danska orðið dille er aftur talið ummyndun úr latneska orðinu delerium ‘geðbilun, órar’. Þessi erlendu orð eiga sér annað afkvæmi í íslensku, orðið dilla ‘dyntur, hugdetta’ sem sennilega er yngra. Það sést meðal annars á mismunandi framburði orðanna: della er borið fram með dl-hljóði eins og flest íslensk orð en dilla með löngu l-hljóði eins og algengt er um tökuorð.

dilla

Kvenkynsorðið della ‘vitleysa; árátta’ hefur verið notað í íslensku síðan á 19. öld. Það er tökuorð úr dönsku en danska orðið dille er aftur talið ummyndun úr latneska orðinu delerium ‘geðbilun, órar’. Þessi erlendu orð eiga sér annað afkvæmi í íslensku, orðið dilla ‘dyntur, hugdetta’ sem sennilega er yngra. Það sést meðal annars á mismunandi framburði orðanna: della er borið fram með dl-hljóði eins og flest íslensk orð en dilla með löngu l-hljóði eins og algengt er um tökuorð.

dingla

Sögnin að dingla er gömul í málinu í merkingunni ‘að hanga, sveifla(st)’. Á síðustu árum hefur fólk, einkum börn, farið að tala um „að dingla bjöllunni“ í merkingunni ‘að hringja’ og það er líka hægt að nota sögnina án nafnorðsins í þessari merkingu og segja t.d. „Það er einhver að dingla“. Reyndar eru heimildir um að dingla hafi verið notuð á þennan hátt miklu fyrr en almennt er talið eða strax um 1920. Óvíst er að nokkur bein tengsl séu á milli sagnarinnar í eldri merkingunni og þessarar nýju notkunar. Helst hafa menn getið sér þess til að sú yngri byggist á hljóðlíkingu við hringingu enda er hljóðinu oft lýst með „ding-dong“ eða einhverju ámóta þegar á að tákna það í riti. Þetta væri þá svonefndur hljóðgervingur líkt og sögnin krunka sem minnir á hljóð (krunk) hrafnsins.

djókari

Í venjulegum spilastokkum eru tvö eða þrjú aukaspil, yfirleitt með mynd af hirðfífli, og eru þau kölluð jókerar. Jóker er tökuorð úr ensku og hefur væntanlega borist til Íslands með fyrstu innfluttu spilastokkunum. Á síðari árum heyrast iðulega í daglegu máli, sérstaklega hjá ungu fólki, tökuorð sem eru af sömu rót runnin: djók ‘brandari’, djóka ‘gera að gamni sínu’ og djóker eða djókari ‘sá sem segir brandara eða gerir að gamni sínu’. Sama enska orðið býr að baki beggja orðanna, jóker og djóker eða djókari. Munurinn liggur í því að eldra orðið er sprottið af ritmyndinni (enda stendur yfirleitt „joker“ á spilinu) en það yngra af framburðarmyndinni því enskt ‘j-’ er borið fram líkt og ‘dj-’ í íslensku.

djóker

Í venjulegum spilastokkum eru tvö eða þrjú aukaspil, yfirleitt með mynd af hirðfífli, og eru þau kölluð jókerar. Jóker er tökuorð úr ensku og hefur væntanlega borist til Íslands með fyrstu innfluttu spilastokkunum. Á síðari árum heyrast iðulega í daglegu máli, sérstaklega hjá ungu fólki, tökuorð sem eru af sömu rót runnin: djók ‘brandari’, djóka ‘gera að gamni sínu’ og djóker eða djókari ‘sá sem segir brandara eða gerir að gamni sínu’. Sama enska orðið býr að baki beggja orðanna, jóker og djóker eða djókari. Munurinn liggur í því að eldra orðið er sprottið af ritmyndinni (enda stendur yfirleitt „joker“ á spilinu) en það yngra af framburðarmyndinni því enskt ‘j-’ er borið fram líkt og ‘dj-’ í íslensku.

dóni

Orðin dóni og rusti eru tökuorð úr latínu og voru upphaflega bæði höfð um ómenntaða menn, merktu eiginlega ‘sveitadurgur’, en fengu fljótlega almennari merkingu og nú merkir dóni ‘ókurteis maður’ en rusti fremur ‘ruddalegur maður’. Talið er að þessi orð séu upprunnin í máli skólapilta í Skálholti, líklega snemma á 17. öld, og að þau séu komin beint úr latínu í íslensku. Heimildir eru um að bæði eigi þau rót sína að rekja til sömu tilvitnunar í skáldið Virgil: „rusticus es, Corydon“ sem merkir ‘þú ert sveitadurgur, Corydon’. Corydon þessi var fátækur fjárhirðir í hjarðljóðum Virgils sem voru skyldulesning í latínuskólum. Sagan segir að skólasveinar hafi hent orð þessarar sögupersónu á lofti og haft sem skammaryrði. Seinna hefur nafn Corydons svo ummyndast í orðið dóni og ‘rusticus’ breyst í ruddi.

drossía

Í eina tíð voru fólksbílar stundum kallaðir drossíur, sérstaklega þeir sem voru stórir og glæsilegir. Orðið drossía er tökuorð úr dönsku en á upphaflega rót sína að rekja til rússnesks orðs sem merkti ‘léttivagn’. Samsvarandi orð í norsku er enn notað og er þar haft um leigubíla.

dyr

Notkun orðanna dyr og hurð hefur löngum verið svolítið á reiki. Þótt merking þeirra sé vissulega skyld er hún ekki sú sama og því nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu tvennu. Dyrnar eru sjálfur inngangurinn í húsið, það er að segja opið, sem hurðin lokar. Hurðin er því einungis flekinn sem lagður er fyrir dyrnar, það er að segja sá hluti sem leikur á hjörunum og hurðarhúnninn er á. Þess vegna talar maður um að „fara út um dyrnar“ (en ekki hurðina) en „láta aftur hurðina“ (ekki dyrnar). Einnig er talið réttara „að loka dyrunum“ fremur en hurðinni.

döf

Þegar sagt er að eitthvað sé á döfinni stendur það fyrir dyrum eða er í undirbúningi. Orðið döf er tæplega notað nema í þessu sambandi en mun merkja ‘rass á (stóru) dýri’, áður fyrr var t.d. sagt um dýr sem lágu eða sátu á rassinum að þau ‘lægju á döf’. Orðtakið að vera á döfinni er talið eiga rætur að rekja til atferlis hunda sem liggja oft fram á lappir sínar þegar þeir hvílast en rísa upp þegar þeir hugsa sér til hreyfings og setjast gjarnan á afturendann áður en þeir fara á stjá.

E

eiga

Orðið á er eitt af stystu orðum í íslensku. Eigi að síður leynir þessi orðmynd á sér því hún er nokkuð margföld í roðinu. Hún er nefnilega ýmist forsetning eins og þegar sagt er „Leggðu bókina á borðið“ eða hún getur verið nafnorðið á ‘vatnsfall, fljót’, t.d. þegar sagt er „Það rennur straumlygn á eftir miðjum dalnum“. Í setningunni „Ég á bókina“ er þetta aftur á móti ein af beygingarmyndum sagnarinnar eiga og þegar sagt er „Drengurinn eignaðist á með tveimur lömbum“ er enn annað orð á ferðinni, nafnorðið ær. Fólk hefur leikið sér með þessa margræðni og ein útkoman úr þeim orðaleikjum er setningin „Trausti á Á á á“.

einhver

Óákveðna fornafnið einhver stendur oft með nafnorði og merkir þá ‘;ótiltekinn’;, t.d. þegar sagt er „;Það kom einhver maður og sótti böggulinn“;. Nú eru sumir farnir að nota þetta orð á nýstárlegan hátt og segja t.d. „;Ég kem eftir einhverja fimm daga“; eða „;Launin hækkuðu um einhver þrjú prósent“;. Í dæmum af þessu tagi merkir einhver því ‘;um það bil, hér um bil’;. Enn virðist þessi notkun einskorðast við talmál og fornafnið kemur undarlega fyrir sjónir í þessu samhengi. Mætti láta sér detta í hug að þarna gætti áhrifa frá ensku því þar getur fornafnið some ‘;einhver’; staðið í svipuðu umhverfi.

eiraldin

Aldin merkir ‘ávöxtur’. Ávextir eru yfirleitt fluttir til Íslands frá fjarlægum löndum og mörgum þeirra hafa fylgt erlend heiti sem fest hafa í málinu. Flest hafa þau aðlagast málinu ágætlega en samt hefur stundum verið agnúast út í þau og stungið upp á íslenskum heitum í staðinn. Hefur orðið aldin þá gjarnan orðið fyrir valinu sem síðari liður þessara nýyrða. Til dæmis var fyrr á öldinni lagt til að nota orðið glóaldin um appelsínur

eitthvað er á döfinni

Þegar sagt er að eitthvað sé á döfinni stendur það fyrir dyrum eða er í undirbúningi. Orðið döf er tæplega notað nema í þessu sambandi en mun merkja ‘rass á (stóru) dýri’

eitthvað er í burðarliðnum

Þegar sagt er að eitthvað sé í burðarliðnum er átt við að það sé alveg að komast í framkvæmd. Líkingin í orðatiltækinu er dregin af fæðingu og þegar komið er að burðarliðnum er afkvæmið alveg að koma í heiminn.

eitthvað kemur spánskt fyrir sjónir

Þegar fólki þykir eitthvað undarlegt er stundum sagt að það komi spánskt fyrir sjónir. Orðatiltækið kemur upphaflega úr þýsku. Árið 1519 fengu Þjóðverjar spænskættaðan keisara, Karl V. Sá hafði vanist spænskum siðum og háttum og innleiddi þá við hirð sína í Þýskalandi. Hirðmönnum hans þóttu margir þessara siða ansi undarlegir, hristu gjarnan hausinn og muldruðu í barm sér: „Das kommt mir spanisch vor!“.

eldhús

Orðið eldhús er eitt þeirra orða sem fylgt hafa þjóðinni um aldir og merkingin lagað sig að breyttum aðstæðum og nýrri tækni. Nútíma eldhús á fátt sameiginlegt með þeim vistarverum sem upphaflega báru sama nafn. Það er ekki hús í neinum skilningi heldur eitt af herbergjunum í íbúð eða húsi og þar er heldur enginn eldur þótt vissulega sé eldað þar. Eigi að síður þjónar orðið hlutverki sínu með ágætum. Á meðan verið var að skipta úr gömlu hlóðaeldhúsunum yfir í ný eldhús með kola- og síðar rafmagnseldavélum var víða hvort tveggja á bæjum. Hlóðaeldhúsið var nýtt til sláturgerðar og slíks og hélt sínu gamla nafni þangað til það var lagt af. Nýja eldhúsið var aftur á móti kallað eitthvað annað svo lengi sem bæði voru við lýði, oftast annaðhvort kokkhús eða stóarhús.

elska

Sögnin elska er einhver dýrmætasta sögn í íslenskri tungu. Allir vita hvað hún merkir, ‘að bera ástarhug til einhvers’. Almennt hefur hún bara verið notuð um manneskjur eða í hæsta lagi dýr þótt vissulega hafi Hannes Hafstein (1861-1922) ort:

Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.

Þetta er þó líkingamál en ekki dæmi um venjulega málnotkun. Á síðari tímum hafa verið brögð að því að elska sé ekki einungis höfð um lifandi verur heldur líka dauða hluti og jafnvelýmislegt annað. Um leið sljóvgast merkingin og verður nánast ‘líkar (vel) við"; hef ánægju af’. Því er ekki að neita að nokkuð dregur úr gildi yfirlýsingarinnar „Ég elska þig“ þegar í ljós kemur að sá sem það segir elskar líka tölvuna sína og það að syngja í kór.

erindreki

Hinar þekktu sögupersónur, tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni, kölluðu ömmu sína „ömmu Dreka“ af því að hún starfaði sem erindreki. Orðið erindreki hefur þó auðvitað ekkert með dreka að gera. Það merkir ‘sendimaður, umboðsmaður’ – eða með öðrum orðum ‘sá sem rekur erindi’ – og er því sett saman úr orðliðunum ‘erind-’ (eins og í erindi) og ‘-reki’ (sbr. sögnina reka).

erlendis

Orðið erlendis merkir ‘í útlöndum’ og hefur þannig gagnstæða merkingu við hérlendis. Lengst af hefur það eingöngu verið haft um dvöl í öðrum löndum, t.d. er hægt að segja „Þau hafa búið erlendis árum saman“. Á síðustu árum hefur borið á því að þetta orð sé notað með hreyfingarsögnum, eins og fara, og þá í merkingunni ‘til útlanda’. Þetta brýtur í bága við hefðbundna merkingu og notkun orðsins og særir málkennd margra. Þess vegna hefur verið amast við setningum eins og „Ætlarðu að fara erlendis í sumar?“ í stað þess að segja „til útlanda“.

ess

Þau eru í essinu sínu

Þegar sagt er um einhvern að hann „sé í essinu sínu“ er átt við að hann sé vel fyrir kallaður, í góðu skapi og njóti sín vel. Þótt orðið ess hljómi eins og heiti bókstafsins ‘s’ eru engin tengsl þar á milli, heldur er orðasambandið komið til okkar úr dönsku, sem aftur hefur fengið það að láni úr þýsku. Ræturnar eru þó í latínu þar sem sögnin esse merkir ‘að vera’. Í miðaldalatínu hefur verið myndað nafnorð af þessari sögn sem hljómar eins – esse – og merkir ‘vera, ástand’. Samkvæmt því merkir orðasambandi að vera í essinu sínu bókstaflega ‘að vera í ástandinu sínu’ sem þýðir væntanlega að vera í góðu jafnvægi, eða eins og líka er stundum sagt, „upp á sitt besta“.

F

fagnaðarboðskapur

„Guðspjallið skrifaði guðspjallamaðurinn Mattheus“ (eða Markús, Lúkas eða Jóhannes). Þennan texta þekkja allir og vita líka hvað guðspjall er, þótt þeir viti ekki endilega hvernig orðið er til komið. Það mætti láta sér detta í hug að merkingin sé að í guðspjöllunum sé guð að spjalla við mennina, en uppruninn er allt annar. Guðspjall er gamalt tökuorð úr fornensku sem er orðið til úr orðasambandinu ‘gód spell’. Bókstafleg merking þess er ‘góðar fréttir’ og það þýðir því í rauninni það sama og fagnaðarboðskapur og er, eins og það, bein þýðing á latneska orðinu ‘evangelium’. Fornenska orðið vísar því hvorki vísað guðs né hefur það nokkuð með spjall að gera, hvað þá spjöll. Menn hafa þó litið svo á að hin góðu tíðindi sem guðspjöllin flytja séu komin frá guði og það er kannski ástæðan fyrir því að fyrri liður orðsins hefur fengið myndina ‘guð-’.

fax

Fax er og hefur auðvitað lengi verið á hestum. Á síðari árum hefur verið farið að nota orð sem hljómar alveg eins í allt annarri merkingu, bæði um tæki sem senda bréf eða skjöl í gegnum símalínu og um sjálf bréfin eða skjölin sem viðtakandi fær í hendur sem e.k. ljósrit. Hæpið er að tala um þetta sem sama orð og fax í gömlu merkingunni því uppruninn er allt annar. Í þessari merkingu er orðið tökuorð úr ensku þar sem það er notað sem stytting á orðinu fascimile ‘(nákvæmt) afrit eða eftirrit’. Heldur hefur verið amast við notkun þessa orðs í íslensku þótt það sé í sjálfu sér þjált og falli ágætlega að málinu, kannski vegna þess að það fellur saman við gamla orðið þótt tæplega sé hætta á að það valdi ruglingi. Þess vegna hefur verið stungið upp á að nota orðið bréfasími um tækið og símbréf um það sem sent er.

Orðið merkir eins og allir vita bæði ‘peningar’ og ‘búfénaður (einkum kindur)’. Þetta er safnheiti sem vísar til peningasjóðs eða búsmala í heild og það er einungis notað í eintölu. Í fyrri merkingunni, ‘peningar’, er einungis hægt að nota lýsingarorðin mikið og lítið, sem vísa til magns, með þessu orði en ekki margt og fátt, sem tákna fjölda. Aftur á móti er hægt að telja skepnur bóndans, einstaklingana innan fjárhópsins, þannig að þar er talað um „margt fé“ eða „fátt fé“ eftir því hversu hópurinn er stór enda þótt aldrei sé hægt að nota töluorð með orðinu . Þetta orð beygist auk þess ærið óreglulega því eignarfallsmyndin er ‘fjár’. Hún er auðvitað alkunn úr samsettum orðum eins og fjármál og fjárbóndi.

fílefldur

Íslenska heitið á einni stærstu skepnu jarðarinnar, fílnum, er af öðrum toga en þau nöfn sem hún hefur í flestum grannmálunum. Fíll er tökuorð sem hefur verið rakið til arabísku en hlýtur að hafa borist í íslensku eftir krókaleiðum, t.d. eru heimildir um það í gamalli dönsku og víðar. Heiti þessarar skepnu í mörgum öðrum málum, t.d. elefant á dönsku og samsvarandi orð annars staðar, hefur hins vegar ummyndast í íslensku og flust yfir á annað dýr, nefnilega úlfaldann. Lýsingarorðið fílefldur ‘mjög sterkur’ er leitt af orðinu fíll og skyldi engan undra. Síðari liðurinn er skyldur orðinu afl ‘kraftur’.

fíll

Íslenska heitið á einni stærstu skepnu jarðarinnar, fílnum, er af öðrum toga en þau nöfn sem hún hefur í flestum grannmálunum. Fíll er tökuorð sem hefur verið rakið til arabísku en hlýtur að hafa borist í íslensku eftir krókaleiðum, t.d. eru heimildir um það í gamalli dönsku og víðar. Heiti þessarar skepnu í mörgum öðrum málum, t.d. elefant á dönsku og samsvarandi orð annars staðar, hefur hins vegar ummyndast í íslensku og flust yfir á annað dýr, nefnilega úlfaldann. Lýsingarorðið fílefldur ‘mjög sterkur’ er leitt af orðinu fíll og skyldi engan undra. Síðari liðurinn er skyldur orðinu afl ‘kraftur’.

flóabardagi

Flóabardagi átti um aldir eingöngu við um sjóorrustu sem Sturlungar og Ásbirningar háðu á Húnaflóa árið 1244. Þórður kakali fór þar fyrir Sturlungum og Kolbeinn ungi fyrir Ásbirningum sem höfðu betur að lokum. Orðið hefur síðan fengið nýja merkingu í tilefni af atburðum sem urðu í janúar árið 1991. Þá réðust Bandaríkjamenn á Íraka vegna þess að hinir síðarnefndu höfðu ráðist inn í Kúveit. Framan af var talað um þetta stríð sem Persaflóadeiluna eða Persaflóastríðið en síðan var líka farið að kalla það Flóabardaga. Því er nú hægt að tala um Flóabardaga fyrri og síðari þótt engin tengsl séu þar á milli.

foreldrar

Orðið foreldrar táknar föður og móður í sameiningu. Eigi að síður er þetta karlkynsorð og það er einungis til í fleirtölu. Kyn orðsins sést best á fornöfnum og lýsingarorðum sem með því standa: „BÁÐIR foreldrar eiga að fylgja barninu. ÞEIR eru BEÐNIR að vera svo VÆNIR að...“. Stundum er þörf á því að tala um annað hvort foreldranna án þess að tiltaka sérstaklega föður eða móður. Þá er notað orðið foreldri sem er ekki venjuleg eintala af foreldrar heldur samstofna hvorugkynsorð: „Þ foreldri sem kemur með barninu er BEÐIÐ að vera svo VÆNT að...“.

"

foreldri

Orðið foreldrar táknar föður og móður í sameiningu. Eigi að síður er þetta karlkynsorð og það er einungis til í fleirtölu. Kyn orðsins sést best á fornöfnum og lýsingarorðum sem með því standa: „BÁÐIR foreldrar eiga að fylgja barninu. ÞEIR eru BEÐNIR að vera svo VÆNIR að...“. Stundum er þörf á því að tala um annað hvort foreldranna án þess að tiltaka sérstaklega föður eða móður. Þá er notað orðið foreldri sem er ekki venjuleg eintala af foreldrar heldur samstofna hvorugkynsorð: „Þ foreldri sem kemur með barninu er BEÐIÐ að vera svo VÆNT að...“.

fótbolti

Orðin fótbolti og knattspyrna eru notuð jöfnum höndum um sömu íþróttagreinina. Merkingin er því sú sama en uppruni þeirra og stílblær mismunandi. Fótbolti er tökuorð og er einkum notað í daglegu tali en knattspyrna er nýyrði og hefur á sér formlegri blæ. Það er sett saman úr orðinu knöttur ‘bolti’ og spyrna ‘spark, það að ýta fæti í eitthvað’. Algengt er að tökuorð og nýyrði lifi þannig hlið við hlið en oft sýnist sitt hverjum um ágæti orðanna. Kristján Albertsson (1897-1989) hafði sína skoðun á þessum orðum og taldi að málvöndunarmenn væru komnir út á hálan ís þegar þeir legðu til að orðið knattspyrna væri haft um þá íþrótt að sparka bolta. Í fyrsta lagi væri boltinn alls ekki knöttur og þá hefur hann sennilega uppruna orðsins í huga (þetta er í raun sama orð og hnöttur) og í annan stað spyrntu menn ekki boltanum í þeim skilningi sem t.d. birtist í orðasambandinu að spyrna við fótum, þ.e.a.s. ‘ýta fæti í eitthvað, veita viðnám’. Hann taldi því að orðið fótbolti samræmdist merkingunni betur. Ef til vill mætti nota orðið sparkbolti?

fótur

Orðið fótur er karlkynsorð eins og allir vita. Eigi að síður er rík tilhneiging til að fara með fleirtöluna sem kvenkynsorð og segja t.d.: „Krakkarnir eru blautir í FÆTURNAR (kvenkyn)“ í staðinn fyrir „... í FÆTURNA (karlkyn)“. Kvenkynsmyndin á sér nokkuð langa sögu og hana má meðal annars rekja til þess að ‘-ur’ er sjaldgæf fleirtöluending í karlkynsorðum – hún kemur bara fyrir í fáeinum óreglulegum orðum eins og faðir, bróðir, fingur og vetur – en hún er þeim mun algengari í kvenkynsorðum. Nábýli við kvenkynsorðið hönd hefur líka eflaust haft sín áhrif, t.d. þegar krökkum er sagt að þvo sér um hendur og fætur.

frábær

Í nútímamáli hefur lýsingarorðið frábær yfirleitt jákvæða merkingu, og táknar ‘mjög góður’. Áður merkti það ekki síður ‘óvenjulegur’, og þurfti ekki endilega að vera jákvætt. Í Egils sögu Skallagrímssonar segir að Egill var "hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því sem aðrir menn voru". Í Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara frá 17. öld er það kallað "frábært tilfelli" þegar barn fannst drukknað í brunni. Þar má telja fullvíst að frábært merki ‘óvenjulegt’.

frómas

Ákveðinn eftirréttur, eins konar ananasbúðingur, hefur verið kallaður frómas eða frúmas á Íslandi. Orðið er komið úr dönsku eins og svo mörg önnur matarorð en það á samt uppruna sinn lengra suður í löndum, í Frakklandi. Franska orðið fromage merkir þó alls ekki það sama því það þýðir ‘ostur’ &StuttStrik; sem reyndar er oft borinn fram á eftir mat í Frakklandi.

frúmas

Ákveðinn eftirréttur, eins konar ananasbúðingur, hefur verið kallaður frómas eða frúmas á Íslandi. Orðið er komið úr dönsku eins og svo mörg önnur matarorð en það á samt uppruna sinn lengra suður í löndum, í Frakklandi. Franska orðið fromage merkir þó alls ekki það sama því það þýðir ‘ostur’ &StuttStrik; sem reyndar er oft borinn fram á eftir mat í Frakklandi.

fyrirsagnir

Það er býsna algengt að mikilvægum setningarliðum sé sleppt í blaðafyrirsögnum, einna helst frumlaginu eða umsögninni, en lesendur eru þó sjaldnast í vandræðum með að skilja fyrirsagnirnar. Það hefur aftur á móti hent að slíkar fyrirsagnir hafi orðið skemmtilega margræðar. „Skreið til Nígeríu“ er frægt dæmi og einnig má nefna: „Látnir þvo strætisvagna á nóttunni“!

G

galli

Ritmyndin galli getur svarað til tveggja mismunandi orða með ólíka merkingu og mismunandi framburð en venjulega tekur samhengið af allan vafa um það hvort orðið er á ferðinni og þess vegna er óvíst að málnotendur geri sér almennt grein fyrir tvíræðni þessarar myndar. Annað orðið er borið fram með dl-hljóði (eins og í gull) og merkir ‘annmarki, ágalli’. Það kemur t.d. fram í setningunni „Það er galli í efninu“ og af því er leitt lýsingarorðið gallaður ‘ófullkominn’. Hitt orðið er borið fram með löngu l-hljóði (eins og í ball) og merkir ‘samfestingur, vinnuföt’. Í setningunni „Þessi galli er alltof stór á barnið“ er augljóslega um það orð að ræða og það kemur líka fram í samsetta orðinu gallabuxur. Enda þótt ‘ll’ geti táknað tvenns konar framburð er sjaldgæft að ein og sama ritmyndin geti svarað til tveggja orða á þennan hátt.

gemlingur

Orðið gemsi getur haft ýmsar merkingar. Það hefur lengi verið notað um ungar kindur og einnig er stundum sagt um stráka að þeir séu „óttalegir gemsar“ ef þeir haga sér ekki sem skyldi. Orðið er þá e.k. stytting úr orðinu gemlingur sem merkir það sama. Á hernámsárunum var farið að kalla herbíla sem höfðu tegundarheitið GMC „gemsa“, væntanlega vegna hljóðlíkingar við það þegar lesið er úr skammstöfuninni, „gé-emm-sé“. Og nú á allra síðustu árum hefur þetta heiti færst yfir á handsíma, GSM.

gemsi

Orðið gemsi getur haft ýmsar merkingar. Það hefur lengi verið notað um ungar kindur og einnig er stundum sagt um stráka að þeir séu „óttalegir gemsar“ ef þeir haga sér ekki sem skyldi. Orðið er þá e.k. stytting úr orðinu gemlingur sem merkir það sama. Á hernámsárunum var farið að kalla herbíla sem höfðu tegundarheitið GMC „gemsa“, væntanlega vegna hljóðlíkingar við það þegar lesið er úr skammstöfuninni, „gé-emm-sé“. Og nú á allra síðustu árum hefur þetta heiti færst yfir á handsíma, GSM.

gleðikona

Þótt orðin gleðikona og gleðimaður séu formlega hliðstæð hafa þau yfirleitt ólíka merkingu. Þetta leikur Pétur Gunnarsson sér með þegar hann skrifar: „Í myrkrinu stóðu strákar sem vildu vera gleðimenn í stappi við stelpur sem vildu ekki vera gleðikonur. Eru kynin dæmd til að farast ævinlega á mis?“ Gleðimaður er sá sem hefur gaman af að skemmta sjálfum sér og öðrum en gleðikona merkir venjulega ‘vændiskona’. Sú merking er aðfengin því samsvarandi orð með sömu merkingu eru til í mörgum grannmálum íslenskunnar, þar á meðal dönsku, sænsku, þýsku og frönsku. Reyndar eru til dæmi um það að gleðikona hafi verið notað til að lýsa glaðlyndri og skemmtinni konu, alveg hliðstætt merkingu orðsins gleðimaður. Þau eru þó miklu færri en hin.

gleðimaður

Þótt orðin gleðikona og gleðimaður séu formlega hliðstæð hafa þau yfirleitt ólíka merkingu. Þetta leikur Pétur Gunnarsson sér með þegar hann skrifar: „Í myrkrinu stóðu strákar sem vildu vera gleðimenn í stappi við stelpur sem vildu ekki vera gleðikonur. Eru kynin dæmd til að farast ævinlega á mis?“ Gleðimaður er sá sem hefur gaman af að skemmta sjálfum sér og öðrum en gleðikona merkir venjulega ‘vændiskona’. Sú merking er aðfengin því samsvarandi orð með sömu merkingu eru til í mörgum grannmálum íslenskunnar, þar á meðal dönsku, sænsku, þýsku og frönsku. Reyndar eru til dæmi um það að gleðikona hafi verið notað til að lýsa glaðlyndri og skemmtinni konu, alveg hliðstætt merkingu orðsins gleðimaður. Þau eru þó miklu færri en hin.

glóaldin

Aldin merkir ‘ávöxtur’. Ávextir eru yfirleitt fluttir til Íslands frá fjarlægum löndum og mörgum þeirra hafa fylgt erlend heiti sem fest hafa í málinu. Flest hafa þau aðlagast málinu ágætlega en samt hefur stundum verið agnúast út í þau og stungið upp á íslenskum heitum í staðinn. Hefur orðið aldin þá gjarnan orðið fyrir valinu sem síðari liður þessara nýyrða. Til dæmis var fyrr á öldinni lagt til að nota orðið glóaldin um appelsínur, bjúgaldin um banana, eiraldin um apríkósur og gulaldin um sítrónur.

goð

Orðið guð var notað löngu fyrir kristnitöku enda er það notað um fleiri guði en guð kristinna manna. Í öndverðu var þetta hvorugkynsorð eins og orðið goð sem er af sömu rót runnið. Síðar breyttist það í karlkynsorð og nú er talað um „guðinn“ (en aftur á móti „goðið“). Þessi kynskipti hafa m.a. leitt til þess að þetta er eitt fárra karlkynsorða í íslensku sem ekki hafa neina endingu í nefnifalli. En það er fleira sérkennilegt við þetta orð því það er borið fram ‘gvuð’. Allar samsetningar með því hafa sama framburð, þar á meðal öll mannanöfn sem byrja á ‘Guð-’ (Guðrún, Guðríður, Guðmundur, Guðlaugur).

gotterí

Mörgum þykir Íslendingar borða meiri sætindi en þeir hafa gott af. Almennt er talað um sælgæti til að vísa til þess sem gerir fólki gott í munni. Í eina tíð kölluðu krakkar sælgæti oft gotterí. Það orð er leitt af lýsingarorðsmyndinni gott (af góður) enda vísar orðið til þess sem er gott. Núna er aftur algengara að börn tali um nammi. Það er eins konar hljóðlíking því þegar menn vilja lýsa því að eitthvað bragðist vel segja þeir gjarnan „namm, namm“. Einnig eru til ýmis önnur orð um sætindi, sum staðbundin, t.d. er sælgæti sums staðar kallað mæra.

grátur

Orð hafa margvísleg áhrif hvert á annað, ekki síst ef þau fylgjast oft að. Orðin hlátur og grátur eiga sitthvað sameiginlegt. Merkingarlega mynda þau eins konar andstæðupar enda er þeim iðulega stillt upp hlið við hlið. Má þar minna á táknmynd leiklistarinnar sem meðal annars birtist í merki Þjóðleikhússins: tvær grímur, önnur hlæjandi en hin grátandi eða því sem næst. Þau minna líka gjarnan hvort á annað vegna rímsins. Eigi að síður er ýmislegt sem greinir þessi orð að. Þó að þau líti í fljótu bragði út fyrir að vera formlega hliðstæð þá er sá munur á þeim að ‘-ur’ er hluti af stofni orðsins hlátur en beygingarending í grátur eins og sést í orðmyndunum ‘hlátri’ og ‘gráti’. Alla jafna er þessum mun til skila haldið í máli manna en þegar orðin standa saman hafa þau samt tilhneigingu til að falla í sama far, t.d. heyrist ósjaldan sagt að það sé „stutt á milli hláturs og gráturs“ í staðinn fyrir „hláturs og gráts“.

greiðslukort

Þegar farið var að nota kort til að greiða fyrir vörur og þjónustu ekki síður en reiðufé og ávísanir voru þau ýmist kölluð greiðslukort eða þau voru kennd við kortafyrirtækin sem gefa þau út. Það dugar þó ekki alltaf til því kortin eru tvenns konar, kreditkort og debetkort. Menn sætta sig misvel við þessa blendinga jafnvel þótt orðin kredit og debet sé viðurkennd hugtök í bókfærslu og bankaviðskiptum. Þess vegna hefur verið lagt til að kalla þessi kort biðgreiðslukort og staðgreiðslukort í samræmi við hlutverk þeirra. Einnig hefur verið stungið upp á orðinu krítarkort um kreditkort enda eru þau notuð til þess að kaupa eitt og annað „upp á krít“ eins og stundum er sagt, þ.e.a.s. ‘út í reikning’.

grjúpán

Stór, sver pylsa er víða á landinu kölluð bjúga. Annars staðar eru notuð orðin sperðill eða grjúpán um það sama. Bjúga er hvorugkynsorð (eins og auga) og maður kaupir því bjúgu í matinn og sýður þau þegar heim er komið. Hitt er þó til, að farið sé með þetta orð sem kvenkynsorð og sagt „bjúgurnar“. Fá hvorugkynsorð enda á ‘-a’ og þau eru flest líffæraheiti. Þau mynda því ekki einungis beygingarlegan heldur líka að nokkru leyti merkingarlegan flokk. Merkingarlega fellur bjúgað þó ekki í hann og þar verður merkingin því ekki til þess að minna á og styðja hvorugkynsbeyginguna. Fjöldi kvenkynsorða endar aftur á móti á ‘-a’, þar á meðal orðið pylsa sem hefur ekki ósvipaða merkingu og bjúga, og þess vegna er tilhneiging til að líta á bjúga sem kvenkynsorð.

guð

Orðið guð var notað löngu fyrir kristnitöku enda er það notað um fleiri guði en guð kristinna manna. Í öndverðu var þetta hvorugkynsorð eins og orðið goð sem er af sömu rót runnið. Síðar breyttist það í karlkynsorð og nú er talað um „guðinn“ (en aftur á móti „goðið“). Þessi kynskipti hafa m.a. leitt til þess að þetta er eitt fárra karlkynsorða í íslensku sem ekki hafa neina endingu í nefnifalli. En það er fleira sérkennilegt við þetta orð því það er borið fram ‘gvuð’. Allar samsetningar með því hafa sama framburð, þar á meðal öll mannanöfn sem byrja á ‘Guð-’ (Guðrún, Guðríður, Guðmundur, Guðlaugur).

guð hjálpi þér

Margir segja „Guð hjálpi þér“ þegar einhver hnerrar eða „Hamingjan hjálpi þér“ ef þeim finnst ekki ástæða til að blanda guði í málið. Einnig mun vera til að menn segi „Skrattinn missi þig“ við sömu aðstæður. Í mörgum tungumálum eru einhver tilsvör sem tengjast hnerrum, t.d. segja enskumælandi menn „(God) bless you“ eða ‘(guð) blessi þig’ og á þýsku er sagt „Gesundheit“ það er nafnorð og merkir ‘heilbrigði’ en í þessu samhengi er merkingin frekar ‘heilsist þér’. Í öllum þessum málum eru tilsvörin e.k. ósk um heilsu, hamingju, guðs blessun eða hjálp og sagan segir að þau eigi rót sína að rekja til þess tíma þegar svarti dauði herjaði í Evrópu, en fyrstu einkenni hans gátu verið hnerrar.

guðspjall

„Guðspjallið skrifaði guðspjallamaðurinn Mattheus“ (eða Markús, Lúkas eða Jóhannes). Þennan texta þekkja allir og vita líka hvað guðspjall er, þótt þeir viti ekki endilega hvernig orðið er til komið. Það mætti láta sér detta í hug að merkingin sé að í guðspjöllunum sé guð að spjalla við mennina, en uppruninn er allt annar. Guðspjall er gamalt tökuorð úr fornensku sem er orðið til úr orðasambandinu ‘gód spell’. Bókstafleg merking þess er ‘góðar fréttir’ og það þýðir því í rauninni það sama og fagnaðarboðskapur og er, eins og það, bein þýðing á latneska orðinu ‘evangelium’. Fornenska orðið vísar því hvorki til guðs né hefur það nokkuð með spjall að gera, hvað þá spjöll. Menn hafa þó litið svo á að hin góðu tíðindi sem guðspjöllin flytja séu komin frá guði og það er kannski ástæðan fyrir því að fyrri liður orðsins hefur fengið myndina ‘guð-’.

gulaldin

Aldin merkir ‘ávöxtur’. Ávextir eru yfirleitt fluttir til Íslands frá fjarlægum löndum og mörgum þeirra hafa fylgt erlend heiti sem fest hafa í málinu. Flest hafa þau aðlagast málinu ágætlega en samt hefur stundum verið agnúast út í þau og stungið upp á íslenskum heitum í staðinn. Hefur orðið aldin þá gjarnan orðið fyrir valinu sem síðari liður þessara nýyrða. Til dæmis var fyrr á öldinni lagt til að nota orðið glóaldin um appelsínur, bjúgaldin um banana, eiraldin um apríkósur og gulaldin um sítrónur.

gustuk

Stundum er sagt að ekki sé gustuk að gera þetta eða hitt ef það þykir ekki nema sjálfsagt og líka er talað um gustukaverk í svipaðri merkingu. Orðið gustuk er orðið til við samruna úr orðasambandinu „guðs þökk“ og upphaflega var þetta haft um miskunnarverk eða góðverk við náungann.

H

hákarl

Hákarl á sér ótal heiti. Einhver eru til komin vegna þess að skepnan hefur haft mismunandi heiti eftir stærð en einnig er talið að bannhelgi hafi verið á nafni hans. Slíkt er algengt um ógnvænleg fyrirbæri. Þá hafa menn talið að ógæfa fylgdi því að nefna á nafn það sem ógninni veldur og þess vegna hafa því verið fundin önnur heiti, svonefnd feluorð. Meðal þekktra hákarlsheita í íslensku eru afskerapískur, agnskeri, blákeyri, brettingur, doggur, deli, dusi, grágot, gráni, hvolpur, pískur, raddali, renningur, skaufi, skerill, skufsi, skúfagámur og tunnugráni. Þau eru þó miklu fleiri.

hérlendis

Orðið erlendis merkir ‘í útlöndum’ og hefur þannig gagnstæða merkingu við hérlendis. Lengst af hefur það eingöngu verið haft um dvöl í öðrum löndum, t.d. er hægt að segja „Þau hafa búið erlendis árum saman“. Á síðustu árum hefur borið á því að þetta orð sé notað með hreyfingarsögnum, eins og fara, og þá í merkingunni ‘til útlanda’. Þetta brýtur í bága við hefðbundna merkingu og notkun orðsins og særir málkennd margra. Þess vegna hefur verið amast við setningum eins og „Ætlarðu að fara erlendis í sumar?“ í stað þess að segja „til útlanda“.

himpigimpi

Orðið himpigimpi er notað um heldur lítilmótlegt fólk og um það sem er lítilsnýtt og óverulegt. Þetta er tökuorð úr dönsku þar sem samsvarandi orð getur bæði merkt ‘eitthvað lítið’ og ‘gömul kerling’. Svipað orð er líka til í sænskri mállýsku þar sem það merkir ‘eitthvað samanflækt eða samanhnoðað’. Merkingin er sem sagt töluvert ólík í þessum málum þó ekki sé hún alls óskyld. Eins og oft gerist með tökuorð eru til fleiri en ein mynd af þessu orði á íslensku, himpigimpið á sér a.m.k. þrjú systkini: himpingimpi, himpagimpi og hippigippi.

hjón

Orðið hjón merkir ‘karl og kona sem eru gift hvort öðru’, það hefur því eins konar tvenndarmerkingu sem endurspeglast að vissu leyti í því að orðið er einungis til í fleirtölu. Það er því ekki hægt að skilja á milli einstaklinganna í hjónabandinu nema með því að segja „annað hjónanna“.

hlakka

Ránfugl hlakkar yfir bráð sinni og allir, bæði börn og fullorðnir, hlakka til jólanna. Í báðum tilvikum er sögnin hlakka persónuleg sem kallað er. Það þýðir að orðið eða orðin sem vísa til þeirra sem hlakka til eru í nefnifalli (t.d. ég, allir, Elsa) og að mynd sagnarinnar getur breyst eftir því hverjir það eru (t.d. ég HLAKKA, við HLÖKKUM, Páll HLAKKAR). Af þessum sökum er hvorki nógu gott að segja „Mig hlakkar til“ né „Mér hlakkar til“ eins og tilhneiging er til að gera og það sama á þá auðvitað við um „Okkur hlakkar til“ og „Pál (eða Páli) hlakkar til“.

hlátur

Orð hafa margvísleg áhrif hvert á annað, ekki síst ef þau fylgjast oft að. Orðin hlátur og grátur eiga sitthvað sameiginlegt. Merkingarlega mynda þau eins konar andstæðupar enda er þeim iðulega stillt upp hlið við hlið. Má þar minna á táknmynd leiklistarinnar sem meðal annars birtist í merki Þjóðleikhússins: tvær grímur, önnur hlæjandi en hin grátandi eða því sem næst. Þau minna líka gjarnan hvort á annað vegna rímsins. Eigi að síður er ýmislegt sem greinir þessi orð að. Þó að þau líti í fljótu bragði út fyrir að vera formlega hliðstæð þá er sá munur á þeim að ‘-ur’ er hluti af stofni orðsins hlátur en beygingarending í grátur eins og sést í orðmyndunum ‘hlátri’ og ‘gráti’. Alla jafna er þessum mun til skila haldið í máli manna en þegar orðin standa saman hafa þau samt tilhneigingu til að falla í sama far, t.d. heyrist ósjaldan sagt að það sé „stutt á milli hláturs og gráturs“ í staðinn fyrir „hláturs og gráts“.

hnífapar

Orðið par er ekki af germönskum stofni frekar en önnur orð málsins sem byrja á ‘p’. Par kemur þó fyrir þegar í fornu máli, og líklega hafa fæstir verulega andúð á orðinu. En vilji menn komast hjá að nota það er stundum hægt að nota í staðinn orðið tvennd, og talað er um tvenndarkeppni og tvenndarleik í íþróttum. Samt er varla hægt að tala um þrjár tvenndir af sokkum, heldur þrenna sokka eða þrjú pör. Par er líka fast í ýmsum samsetningum, og þar er útilokað að nota tvennd í staðinn og segja t.d. bollatvennd eða hnífatvennd í stað bollapar og hnífapar.

hnífapör

Par merkir ‘tvennd, eitthvað tvennt sem á saman’. Hægri og vinstri skór mynda saman par af skóm, bolli og undirskál mynda bollapar, strákur og stelpa eru par. Hnífapar er í orðabókum sagt vera hnífur og gaffall. Nú eru hnífur, gaffall og skeið svo sterkt tengd í hugum manna að merkingin hefur víkkað og flestir láta orðið taka til skeiðarinnar líka (og jafnvel teskeiðar), þannig að tengslin við tvenndarmerkinguna hafa rofnað. Það kemur líka fram í því, að nú er orðið nær eingöngu haft í fleirtölu, og talað um hnífapör sem eins konar safnheiti.

hundaklyfberi

Hundaklyfberi hefur verið notað sem skammaryrði um mann. Það er íslensk aðlögun á danska orðinu ‘hundeklipper’ sem þýðir einfaldlega ‘hundaklippari, sá sem klippir hunda’ en mun einnig hafa verið notað í gamni um rakara.

hurð

Notkun orðanna dyr og hurð hefur löngum verið svolítið á reiki. Þótt merking þeirra sé vissulega skyld er hún ekki sú sama og því nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu tvennu. Dyrnar eru sjálfur inngangurinn í húsið, það er að segja opið, sem hurðin lokar. Hurðin er því einungis flekinn sem lagður er fyrir dyrnar, það er að segja sá hluti sem leikur á hjörunum og hurðarhúnninn er á. Þess vegna talar maður um að „fara út um dyrnar“ (en ekki hurðina) en „láta aftur hurðina“ (ekki dyrnar). Einnig er talið réttara „að loka dyrunum“ fremur en hurðinni.

hvorugkyn

Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn eru ekki sjálfgefin heiti á þeim málfræðieigindum sem þau eru notuð um. Þau byggja á langri hefð sem á rót sína að rekja til latneskrar málfræði þar sem orðin ‘masculinum’, ‘femininum’ og ‘neutrum’ eru notuð. Íslensku hugtökin eru bein þýðing á þeim og svo er einnig um önnur heiti sem notuð hafa verið í íslensku, t.d. orðin verkyn, vífkyn og vankyn sem bregður fyrir á síðari hluta 19. aldar. Þótt sömu heiti séu að nokkru leyti notuð í málfræði og í líffræði eru ekki alltaf bein tengsl á milli málfræðilegs kyns orða og líffræðilegs kyns þess sem þau vísa til. Hægt er að vísa til kvenna með karlkynsorðum (t.d. kennari) eða hvorugkynsorðum (t.d. skass) þótt oftast séu orð um konur málfræðilega kvenkyns og einnig er hægt að vísa til karla með kvenkynsorðum (t.d. lögga) eða hvorugkynsorðum (t.d. skáld). Auk þess eru fjölmörg karlkyns- og kvenkynsnafnorð sem ekki eiga við lífverur heldur hluti eða fyrirbæri sem ekki hafa neitt líffræðilegt kyn. Það er t.d. vandséð að merkingin geti haft nokkur áhrif á það að orðið gata er kvenkyns en vegur karlkyns.

hæstaréttarmálaflutningsmanns

Fólk hefur lengi velt fyrir sér þessari spurningu og gert sér leik að því að búa til orð eins og Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr eða jafnvel hæstaréttarmálaflutningsmannsvinnukonu- útidyralyklakippuhringur. Slík orð koma auðvitað ekki fyrir í venjulegu máli en í raun og veru má hugsa sér að halda endalaust áfram að prjóna við þau. Menn hafa aftur á móti athugað hversu löng orð koma fyrir í raunverulegum textum og komist að því að þau verði tæpast lengri en 8-10 atkvæði. Í einni athuguninni reyndist lengsta orðið sem greinilega var ein heild vera ellefu atkvæði. Það var undirstöðuatvinnufyrirtæki en sjálfsagt er hægt að finna fleiri orð af sömu lengd í öðrum textum.

hönd

Orðið hönd er mikill viðsjálsgripur. Eins og mörg önnur mjög algeng orð beygist það óreglulega og í ýmsum beygingarmyndum eintölu eru fleiri en ein mynd á sveimi í málinu þótt ekki séu þær almennt viðurkenndar. Hin kórrétta beyging í eintölu er: (hér er) hönd, (um) hönd, (frá) hendi, (til) handar. Frávikin felast einkum í því að myndum nefnifalls og þolfalls er víxlað við þágufallsmyndina þannig að ýmist er sagt hönd þegar réttara væri að nota hendi eða öfugt. Þetta heyrist í setningum á borð við „Mikið er HENDIN á þér köld“ í staðinn fyrir „höndin á þér“ og „Réttu konunni HENDINA“ í stað „höndina“ eða „Hvað ertu með í HÖNDINNI?“ þar sem rétta myndin væri „hendinni“. Auk þess bregður fyrir bræðingsmyndinni hend, sérstaklega hjá krökkum og þá einkum í sambandinu „ að rétta upp hend“. Ruglingur í beygingu orðsins er ekki nýr af nálinni. Í elstu íslensku bíblíuþýðingunni, Guðbrandsbiblíu frá árinu 1584, eru dæmi um það að myndin hönd sé notuð í þágufalli en það er ekki fyrr en síðar sem farið er að nota hendi í nefnifalli og þolfalli.

I og Í

innsog

Innsog þekkja flestir úr bílum, þar sem það er notað til að auka vélinni afl. Af því er dregið orðatiltækið að vera á innsoginu í merkingunni ‘beita ýtrustu kröftum’. En svo tala líka sumir á innsoginu, sérstaklega þegar þeim er mikið niðri fyrir en líka af feimni, og þá er líkingin önnur – þar er einfaldlega átt við að fólk tali um leið og það andar að sér, og mun sá siður óvíða þekkjast nema á Íslandi.

íþrótt

Íþrótt er samsett orð þó lítið sé. Seinni hluti orðsins er líklega skyldur orðinu þróttur ‘afl, þol; hreysti’, en hinsvegar er fyrri hlutinn, ‘í-’, nokkur ráðgáta. Oft er talið að það sé sprottið af orðunum og íð (sbr. iðn). Upphaflega hefði orðið þá átt að vera ‘íð-þrótt’ og gæti merkt: ‘iðn stunduð af þrótti og elju’, enda hafði orðið mun víðari merkingu áður fyrr og var notað um ýmiss konar athafnir sem kröfðust ákveðinnar leikni, t.d. hannyrðir og kveðskap.

J

jóker

Í venjulegum spilastokkum eru tvö eða þrjú aukaspil, yfirleitt með mynd af hirðfífli, og eru þau kölluð jókerar. Jóker er tökuorð úr ensku og hefur væntanlega borist til Íslands með fyrstu innfluttu spilastokkunum. Á síðari árum heyrast iðulega í daglegu máli, sérstaklega hjá ungu fólki, tökuorð sem eru af sömu rót runnin: djók ‘brandari’, djóka ‘gera að gamni sínu’ og djóker eða djókari ‘sá sem segir brandara eða gerir að gamni sínu’. Sama enska orðið býr að baki beggja orðanna, jóker og djóker eða djókari. Munurinn liggur í því að eldra orðið er sprottið af ritmyndinni (enda stendur yfirleitt „joker“ á spilinu) en það yngra af framburðarmyndinni því enskt ‘j-’ er borið fram líkt og ‘dj-’ í íslensku.

jæja

Jæja er til margra hluta nytsamlegt ef svo má að orði komast. Í rauninni er erfitt að festa hendur á merkingu orðsins því hún felst ekki síst í því hvernig það er sagt – í áherslum og tónfalli. Þetta gildir gjarnan um upphrópanir þótt fáar þeirra séu líklega jafn fjölhæfar og jæja. Það getur lýst óþolinmæði, undrun, hvatningu til athafna, efasemdum og fleiru. Gaman er að leika sér að því að setja „jæja“ í mismunandi merkingarsamhengi og heyra hvernig hljómblærinn breytist. Það er t.d. mikill munur á jæja eftir því hvort sagt er „Jæja, við skulum drífa okkur“ (hvatning) eða „Jæja, er það virkilega“ (efi).

K

karlkyn

Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn eru ekki sjálfgefin heiti á þeim málfræðieigindum sem þau eru notuð um. Þau byggja á langri hefð sem á rót sína að rekja til latneskrar málfræði þar sem orðin ‘masculinum’, ‘femininum’ og ‘neutrum’ eru notuð. Íslensku hugtökin eru bein þýðing á þeim og svo er einnig um önnur heiti sem notuð hafa verið í íslensku, t.d. orðin verkyn, vífkyn og vankyn sem bregður fyrir á síðari hluta 19. aldar. Þótt sömu heiti séu að nokkru leyti notuð í málfræði og í líffræði eru ekki alltaf bein tengsl á milli málfræðilegs kyns orða og líffræðilegs kyns þess sem þau vísa til. Hægt er að vísa til kvenna með karlkynsorðum (t.d. kennari) eða hvorugkynsorðum (t.d. skass) þótt oftast séu orð um konur málfræðilega kvenkyns og einnig er hægt að vísa til karla með kvenkynsorðum (t.d. lögga) eða hvorugkynsorðum (t.d. skáld). Auk þess eru fjölmörg karlkyns- og kvenkynsnafnorð sem ekki eiga við lífverur heldur hluti eða fyrirbæri sem ekki hafa neitt líffræðilegt kyn. Það er t.d. vandséð að merkingin geti haft nokkur áhrif á það að orðið gata er kvenkyns en vegur karlkyns.

keisaraskurður

Keisaraskurður er forvitnilegt orð. Íslenska orðið er komið úr dönsku, en samsvarandi orð finnast í mörgum vestur-evrópskum málum og er upprunann að finna í latínu, ‘sectio caesarea’. Sagan segir að rómverska keisaranum Sesari (á latínu Caesar) hafi verið hjálpað í heiminn með slíkum skurði og af því sé nafnið dregið. Sumir telja aftur á móti að hugtakið sé leitt af latnesku söginni caedere ‘að skera’ og að Sesar hafi fengið nafn sitt vegna þess með hvaða hætti hann kom í heiminn.

keppni

Upprunalega merkti orðið keppni ‘kapp, kappsemi, það að keppa’ og þá var orðið ekki notað í fleirtölu frekar en mörg önnur orð með óhlutstæða eða huglæga merkingu. Þetta birtist ágætlega í samsetta orðinu samkeppni. Síðan hefur merking orðsins verið að færast af athöfninni yfir á atburðinn, það hefur með öðrum orðum bætt við sig merkingunni ‘kappleikur’. Um leið skapast möguleiki á að nota orðið í fleirtölu ekki síður en í eintölu í þessari nýju merkingu þótt hún eigi ekki við annars staðar. Orðið er því farið að haga sér líkt og vatn sem vitaskuld er ekki notað í fleirtölu þegar það táknar sjálfan vökvann þótt það geti verið hvort sem er í eintölu eða fleirtölu þegar það merkir ‘stöðuvatn’. Ekki eru þó allir sáttir við hina nýju, hlutstæðu merkingu orðsins keppni og amast því við setningum eins og „Jói tók þátt í þremur keppnum í sumar“ – þær samræmast sem sagt ekki málkennd allra.

kex

Orðið kex á sér forvitnilega sögu. Það var fengið að láni úr dönsku og þangað er það komið úr þýsku en uppruninn liggur eigi að síður í enska orðinu um köku, ‘;cake’;. Það er fleirtölumynd þess orðs, ‘;cakes’;, sem hefur fætt af sér kexið í íslensku, dönsku og þýsku (‘x’ stendur fyrir ‘ks’ í íslensku) og á vissan hátt eru því orðin kex og kaka af sömu rót runnin þótt þau eigi sér ólíka sögu. Merking þeirra er líka auðvitað náskyld þótt skýr greinarmunur sé gerður á þeim því kex er einungis notað um þurrar, stökkar kökur.

keyra

Sagnorðum fylgja gjarnan nafnorð sem lúta fallstjórn þeirra, svonefnd andlög. Þegar nýjar sagnir eru teknar inn í málið eða gamlar sagnir öðlast nýja merkingu þarf að „;ákveða“; hvaða falli þær stjórna. Yfirleitt gengur það hljóðalaust fyrir sig, málnotendur virðast gera með sér einhvers konar þegjandi samkomulag án þess beinlínis að leiða hugann að því. Stöku sinnum er fallið þó á reiki. Það er ekki ýkja langt síðan farið var að nota sögnina keyra í merkingunni ‘aka’ þótt sjálf sé hún gömul í málinu. Allir tala um að „keyra bíl“ en þegar kemur að því að aka einhverjum í bílnum segja sumir „keyra HANN“ (í þolfalli) en aðrir „keyra HONUM“ (í þágufalli). Þessi mismunandi málvenja virðist að einhverju leyti vera staðbundin þótt ekki sé vitað nákvæmlega um útbreiðsluna, hvar er sagt „Getur þú keyrt mig í bæinn?“ og hvar er frekar sagt „Getur þú keyrt mér í bæinn?“.

kind

Orðið kind merkir upphaflega ‘ætt’ eða ‘afkvæmi’, en er á síðari tímum venjulega notað um sauðkindur. Þetta er tegundarheiti og nær þannig yfir bæði kynin, ær og hrúta, og einnig afkvæmin, lömb. Nú er það þó oft notað eingöngu um kvendýrið, og talað um kindur og lömb. Tvær hugsanlegar ástæður má nefna fyrir þessari merkingarbreytingu. Orðið kind er kvenkynsorð og því eðlilegt að menn tengi það sérstaklega við kvendýrið. Ær eru líka miklu fleiri og meira áberandi en hrútar.

kinnfiskasoginn

Fiskar synda jafnan um í sjó eða vötnum og reyni þeir að synda á land verða þeir gjarnan eins og þorskar á þurru landi. Ekki eru þó allir fiskar lagardýr því orðið fiskur getur einnig þýtt ‘vöðvi’ eða ‘þroti undir húð’. Þessa merkingu má t.d. sjá í orðunum fjörfiskur ‘ósjálfráðir vöðvakippir í andliti’, kinnfiskur (einkum í lýsingarorðinu kinnfiskasoginn) og í orðatiltækinu að vaxa fiskur um hrygg sem merkir ‘að eflast, taka framförum’.

kinnfiskur

Fiskar synda jafnan um í sjó eða vötnum og reyni þeir að synda á land verða þeir gjarnan eins og þorskar á þurru landi. Ekki eru þó allir fiskar lagardýr því orðið fiskur getur einnig þýtt ‘vöðvi’ eða ‘þroti undir húð’. Þessa merkingu má t.d. sjá í orðunum fjörfiskur ‘ósjálfráðir vöðvakippir í andliti’, kinnfiskur (einkum í lýsingarorðinu kinnfiskasoginn) og í orðatiltækinu að vaxa fiskur um hrygg sem merkir ‘að eflast, taka framförum’.

kíví

;

Íslendingar eru alltaf að kynnast nýjum ávaxtategundum. Á síðari hluta 20. aldar var farið að flytja inn ávöxt þar sem kjötið er grænt en hýðið brúnt og lítillega loðið. Enn mun algengast að hann sé kallaður erlenda heitinu kíví þótt stungið hafi verið upp á að nota orðið loðber um þennan ávöxt. Hann er einkum ræktaður á Nýja-Sjálandi og nafnið kíví er komið þaðan, úr máli hinna pólýnesísku frumbyggja landsins, Maóría.

loðber;

Íslendingar eru alltaf að kynnast nýjum ávaxtategundum. Á síðari hluta 20. aldar var farið að flytja inn ávöxt þar sem kjötið er grænt en hýðið brúnt og lítillega loðið. Enn mun algengast að hann sé kallaður erlenda heitinu kíví þótt stungið hafi verið upp á að nota orðið loðber um þennan ávöxt. Hann er einkum ræktaður á Nýja-Sjálandi og nafnið kíví er komið þaðan, úr máli hinna pólýnesísku frumbyggja landsins, Maóría.

klukk

Í mörgum eltingaleikjum er slegið létt í þann sem næst og sagt „klukk!“. Þetta er kallað að klukka hann. Einnig munu sumir segja „krukk“ í staðinn fyrir „klukk“ og kalla það þá að „krukka“. Óvíst er hvernig þessi orð eru til komin en líklega eru þau tökuorð. Hafa menn meðal annars getið sér þess til að klukk væri dregið af þýska orðinu glück ‘hamingja’. Önnur tilgáta er sú að þessi orð séu hljóðgervingar sem kallað er, orð sem líkja eftir hljóðum í umhverfinu. Klukk sé þá eftirherma hljóðsins sem heyrist þegar einhverju er skellt saman.

klukka

Í mörgum eltingaleikjum er slegið létt í þann sem næst og sagt „klukk!“. Þetta er kallað að klukka hann. Einnig munu sumir segja „krukk“ í staðinn fyrir „klukk“ og kalla það þá að „krukka“. Óvíst er hvernig þessi orð eru til komin en líklega eru þau tökuorð. Hafa menn meðal annars getið sér þess til að klukk væri dregið af þýska orðinu glück ‘hamingja’. Önnur tilgáta er sú að þessi orð séu hljóðgervingar sem kallað er, orð sem líkja eftir hljóðum í umhverfinu. Klukk sé þá eftirherma hljóðsins sem heyrist þegar einhverju er skellt saman.

knattspyrna

Orðin fótbolti og knattspyrna eru notuð jöfnum höndum um sömu íþróttagreinina. Merkingin er því sú sama en uppruni þeirra og stílblær mismunandi. Fótbolti er tökuorð og er einkum notað í daglegu tali en knattspyrna er nýyrði og hefur á sér formlegri blæ. Það er sett saman úr orðinu knöttur ‘bolti’ og spyrna ‘spark, það að ýta fæti í eitthvað’. Algengt er að tökuorð og nýyrði lifi þannig hlið við hlið en oft sýnist sitt hverjum um ágæti orðanna. Kristján Albertsson (1897-1989) hafði sína skoðun á þessum orðum og taldi að málvöndunarmenn væru komnir út á hálan ís þegar þeir legðu til að orðið knattspyrna væri haft um þá íþrótt að sparka bolta. Í fyrsta lagi væri boltinn alls ekki knöttur og þá hefur hann sennilega uppruna orðsins í huga (þetta er í raun sama orð og hnöttur) og í annan stað spyrntu menn ekki boltanum í þeim skilningi sem t.d. birtist í orðasambandinu að spyrna við fótum, þ.e.a.s. ‘ýta fæti í eitthvað, veita viðnám’. Hann taldi því að orðið fótbolti samræmdist merkingunni betur. Ef til vill mætti nota orðið sparkbolti?

kokkhús

Orðið eldhús er eitt þeirra orða sem fylgt hafa þjóðinni um aldir og merkingin lagað sig að breyttum aðstæðum og nýrri tækni. Nútíma eldhús á fátt sameiginlegt með þeim vistarverum sem upphaflega báru sama nafn. Það er ekki hús í neinum skilningi heldur eitt af herbergjunum í íbúð eða húsi og þar er heldur enginn eldur þótt vissulega sé eldað þar. Eigi að síður þjónar orðið hlutverki sínu með ágætum. Á meðan verið var að skipta úr gömlu hlóðaeldhúsunum yfir í ný eldhús með kola- og síðar rafmagnseldavélum var víða hvort tveggja á bæjum. Hlóðaeldhúsið var nýtt til sláturgerðar og slíks og hélt sínu gamla nafni þangað til það var lagt af. Nýja eldhúsið var aftur á móti kallað eitthvað annað svo lengi sem bæði voru við lýði, oftast annaðhvort kokkhús eða stóarhús.

kornflex

Morgunkorn sem lengi hefur verið flutt inn frá Bandaríkjunum heitir „Corn flakes“ á ensku. Þessi fæða hefur lengst af verið kölluð kornflex sem er ekkert annað en enska heitið með íslenskum framburði - það er með öðrum orðum hreint tökuorð. Seinna var sett íslenskt heiti á umbúðirnar og kornflexið kallað kornflögur. Það hefur vísast átt að vera bein þýðing á enska heitinu en hún er þá á misskilningi byggð því enska orðið corn merkir alls ekki ‘korn’ þótt það hljómi líkt, heldur ‘maís’.

kornflögur

Morgunkorn sem lengi hefur verið flutt inn frá Bandaríkjunum heitir „Corn flakes“ á ensku. Þessi fæða hefur lengst af verið kölluð kornflex sem er ekkert annað en enska heitið með íslenskum framburði - það er með öðrum orðum hreint tökuorð. Seinna var sett íslenskt heiti á umbúðirnar og kornflexið kallað kornflögur. Það hefur vísast átt að vera bein þýðing á enska heitinu en hún er þá á misskilningi byggð því enska orðið corn merkir alls ekki ‘korn’ þótt það hljómi líkt, heldur ‘maís’.

kók

Hinn bandarísk-ættaði drykkur, „Coca Cola“, er nú oftast kallaður kók á Íslandi. Fólk fer út í búð og biður um „tvær kók“ sem gæti bent til þess að orðið sé kvenkyns. Aftur á móti er sagt að „kókið sé búið“ og þá er kannski beðið um „meira kók“ og þar er augljóslega um hvorugkynsorð að ræða. Er orðið þá ýmist kvenkyns eða hvorugkyns? Þeirri spurningu hefur stundum verið svarað játandi og það gerði t.d. sá sem stakk upp á því að kók væri haft kækur í fleirtölu (sbr. bók ~ bækur). Hitt mun þó vera sönnu nær að töluorðið í setningunni „tvær kók“ (sem svo sannarlega er í kvenkyni) eigi alls ekki við sjálft kókið heldur flöskurnar eða dósirnar, sem það er í, enda er alls ekki hægt að telja það sem er í vökvaformi eins og kók. Það er algengt að undanskilja orð á þennan hátt þegar það liggur í augum uppi hvað átt er við, t.d. er gjarnan beðið um „tvo kaffi“ á kaffihúsum og væntanlega átt við tvo bolla – a.m.k. er ekki vitað til þess að nokkur hafi talið kaffi vera karlkynsorð.

krakkar

Þegar málfræðilegt kyn orða stangast á við náttúrulegt kyn þess sem orðið vísar til eiga málnotendur oft erfitt með að ákveða í hvaða kyni fornöfn eiga að vera. Á að segja „þeir“ eða „þau“ um foreldra sína eða krakkana í næsta húsi? Orðin foreldrar og krakkar er bæði karlkyns og með þeim er yfirleitt notað þeir: „Ég heimsótti foreldra mína. Þeir eru lasnir.“ Þetta getur hljómað illa því bæði þessi orð vísa til blandaðs pars eða hóps, karls og konu eða stráka og stelpna, og í slíkum tilvikum er myndin þau eðlilegri með tilliti til merkingar. Stundum er því betra að segja: „Þau eru lasin.“ Hér verður því að leyfa smekk manna og málkennd að ráða kyninu hverju sinni.

krakkar_mínir

„Krakkar mínir, komið þið sæl“ syngur jólasveinninn og þykir fæstum neitt athugavert við það. Sumir eru þó alls ekki sáttir við orðmyndina „sæl“ í þessu samhengi og vildu frekar segja „sælir“ (sbr. „mínir“) vegna þess að orðið krakki er karlkynsorð og orðin sem fylgja því eigi þá líka að vera í karlkyni. Það er auðvitað rétt að segja „komið þið sælir, krakkar mínir“ en mörgum þykir ekkert síður rétt að segja „sæl“. Ástæðan fyrir því að þetta er sitt á hvað er sú að enda þótt krakki sé málfræðilega karlkynsorð þá er fleirtalan, krakkar, fyrst og fremst notuð um blandaðan hóp, bæði stráka og stelpur í senn, og merkingarlega felur það því bæði kynin í sér. Til slíks hóps er gjarnan vísað með hvorugkyni fleirtölu, t.d. segir fólk „Komið þið sæl“ þegar það kemur inn í stofu þar sem bæði konur og karlar eru samankomin.

krakki

Orðin barn og krakki hafa svipaða merkingu þótt þau séu notuð á svolítið mismunandi hátt og nokkur blæmunur sé á þeim. Mörgum þykir krakki hafa á sér óvirðulegri blæ en barn og það væri t.d. tæplega notað í formlegu máli eða opinberum plöggum. Annar munur er sá að fullorðnir nota orðið barn um þá sem eru ungir að árum, bæði sín börn og annarra, en hæpið er að nokkur noti það orð um jafnaldra sína. Börn og unglingar tala um vini sína og kunningja sem „krakka“ - og margir halda því raunar áfram langt fram eftir aldri. Á síðustu árum hefur líka borið á því að ungt fólk geri merkingarlegan greinarmun á þessum orðum þannig að barn sé notað um þá yngri, einkum börn undir skólaaldri, en krakki um þá sem eldri eru, allt fram á unglingsár. Samkvæmt því er maður fyrst barn, síðan krakki, þá unglingur og loks fullorðinn. Þessi merkingarfærsla mun þó ekki vera almenn í málinu.

kredda

Kreddufesta þykir ekki skemmtilegur eiginleiki hjá fólki þó að uppruni orðsins kredda sé ekki endilega neikvæður. Credo á latínu merkir ‘ég trúi’ og trúarjátning kristinna manna kallast credo enda hefst hún á orðunum „Credo in unum deum ...“ á latínu. Kredda merkir því upphaflega ‘trúarjátning, trúarsetning’ eða eitthvað í þá veruna en hefur síðar fengið neikvæða aukamerkingu. Nú er orðið haft um skoðun sem einhver hefur bitið í sig og trúir í blindni og þeir sem eru kreddufastir halda því fastar í skoðanir sínar en ef til vill væri rétt.

krítarkort

Þegar farið var að nota kort til að greiða fyrir vörur og þjónustu ekki síður en reiðufé og ávísanir voru þau ýmist kölluð greiðslukort eða þau voru kennd við kortafyrirtækin sem gefa þau út. Það dugar þó ekki alltaf til því kortin eru tvenns konar, kreditkort og debetkort. Menn sætta sig misvel við þessa blendinga jafnvel þótt orðin kredit og debet sé viðurkennd hugtök í bókfærslu og bankaviðskiptum. Þess vegna hefur verið lagt til að kalla þessi kort biðgreiðslukort og staðgreiðslukort í samræmi við hlutverk þeirra. Einnig hefur verið stungið upp á orðinu krítarkort um kreditkort enda eru þau notuð til þess að kaupa eitt og annað „upp á krít“ eins og stundum er sagt, þ.e.a.s. ‘út í reikning’.

kurteis

Kurteisi er orð sem er notað um ýmsa mannasiði sem sjálfsagt þykir að menn hafi tileinkað sér. En ef einhverjir halda að kurteisi sé nútímafyrirbæri sem hafi verið fjarri miðaldamönnum fara þeir villir vega. Orðið kurteisi og lýsingarorðið kurteis komu inn í íslensku á miðöldum. Þau eru tökuorð úr frönsku og eiga rót sína að rekja til sömu orða og courtois (lo.) og courtoisie (no.) í nútímafrönsku. Bæði eru þau dregin af orðinu court sem merkir ‘hirð’. Kurteisi er því upphaflega rétt hegðun við hirðina þótt síðar fari orðið kurteisi að ná yfir almenna háttvísi, ekki bara þá sem þykir við hæfi í konungsgarði. Orðið barst til Íslands með frönskum riddarasögum sem sennilega var farið að þýða á fyrrihluta 13. aldar. Það rataði strax inn í texta sem frumsamdir voru á íslensku, til dæmis er kurteis, kurteisi, kurteislega og kurteislegur að finna í fimmtán Íslendingasögum samkvæmt orðstöðulykli að sögunum. Meðal persóna sem er lýst sem kurteisum eru Guðrún Ósvífursdóttir, Unnur Marðardóttir og Gunnar á Hlíðarenda.

kurteisi

Kurteisi er orð sem er notað um ýmsa mannasiði sem sjálfsagt þykir að menn hafi tileinkað sér. En ef einhverjir halda að kurteisi sé nútímafyrirbæri sem hafi verið fjarri miðaldamönnum fara þeir villir vega. Orðið kurteisi og lýsingarorðið kurteis komu inn í íslensku á miðöldum. Þau eru tökuorð úr frönsku og eiga rót sína að rekja til sömu orða og courtois (lo.) og courtoisie (no.) í nútímafrönsku. Bæði eru þau dregin af orðinu court sem merkir ‘hirð’. Kurteisi er því upphaflega rétt hegðun við hirðina þótt síðar fari orðið kurteisi að ná yfir almenna háttvísi, ekki bara þá sem þykir við hæfi í konungsgarði. Orðið barst til Íslands með frönskum riddarasögum sem sennilega var farið að þýða á fyrrihluta 13. aldar. Það rataði strax inn í texta sem frumsamdir voru á íslensku, til dæmis er kurteis, kurteisi, kurteislega og kurteislegur að finna í fimmtán Íslendingasögum samkvæmt orðstöðulykli að sögunum. Meðal persóna sem er lýst sem kurteisum eru Guðrún Ósvífursdóttir, Unnur Marðardóttir og Gunnar á Hlíðarenda.

kvenkyn

Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn eru ekki sjálfgefin heiti á þeim málfræðieigindum sem þau eru notuð um. Þau byggja á langri hefð sem á rót sína að rekja til latneskrar málfræði þar sem orðin ‘masculinum’, ‘femininum’ og ‘neutrum’ eru notuð. Íslensku hugtökin eru bein þýðing á þeim og svo er einnig um önnur heiti sem notuð hafa verið í íslensku, t.d. orðin verkyn, vífkyn og vankyn sem bregður fyrir á síðari hluta 19. aldar. Þótt sömu heiti séu að nokkru leyti notuð í málfræði og í líffræði eru ekki alltaf bein tengsl á milli málfræðilegs kyns orða og líffræðilegs kyns þess sem þau vísa til. Hægt er að vísa til kvenna með karlkynsorðum (t.d. kennari) eða hvorugkynsorðum (t.d. skass) þótt oftast séu orð um konur málfræðilega kvenkyns og einnig er hægt að vísa til karla með kvenkynsorðum (t.d. lögga) eða hvorugkynsorðum (t.d. skáld). Auk þess eru fjölmörg karlkyns- og kvenkynsnafnorð sem ekki eiga við lífverur heldur hluti eða fyrirbæri sem ekki hafa neitt líffræðilegt kyn. Það er t.d. vandséð að merkingin geti haft nokkur áhrif á það að orðið gata er kvenkyns en vegur karlkyns.

kyn_fornafna

Þegar málfræðilegt kyn orða stangast á við náttúrulegt kyn þess sem orðið vísar til eiga málnotendur oft erfitt með að ákveða í hvaða kyni fornöfn eiga að vera. Á að segja „þeir“ eða „þau“ um foreldra sína eða krakkana í næsta húsi? Orðin foreldrar og krakkar er bæði karlkyns og með þeim er yfirleitt notað þeir: „Ég heimsótti foreldra mína. Þeir eru lasnir.“ Þetta getur hljómað illa því bæði þessi orð vísa til blandaðs pars eða hóps

könguló

;

Kóngulær eru algeng kvikindi og hafa gengið undir ýmsum nöfnum í íslensku. Til forna kölluðust þær köngurváfur eða köngulváfur og má telja víst að þær orðmyndir séu undanfarar nafnsins sem nú er oftast notað, kónguló (sumir segja köngu(r)ló). Í aldanna rás hafa ýmis heiti á kóngulóm skotið upp kollinum, t.d. göngurófa, göngurvofa, göngulófa, göngulóa, göngukona og konungvofa, og virðast þau flest vera tilraun til að setja þetta skrítna heiti í samband við einhverja kunnuglega orðliði.

kónguló;

Kóngulær eru algeng kvikindi og hafa gengið undir ýmsum nöfnum í íslensku. Til forna kölluðust þær köngurváfur eða köngulváfur og má telja víst að þær orðmyndir séu undanfarar nafnsins sem nú er oftast notað, kónguló (sumir segja köngu(r)ló). Í aldanna rás hafa ýmis heiti á kóngulóm skotið upp kollinum, t.d. göngurófa, göngurvofa, göngulófa, göngulóa, göngukona og konungvofa, og virðast þau flest vera tilraun til að setja þetta skrítna heiti í samband við einhverja kunnuglega orðliði.

L

lágnætti

Lágnætti á við um þann tíma sólarhringsins þegar sól er lægst á lofti, einkum að sumarlagi - þ.e.a.s. kringum miðnættið. Orðið er þannig myndað að fyrri hlutinn, ‘lág-’, er samstofna lýsingarorðinu lágur og vísar til þess að sólin er lágt á lofti, og síðari hlutinn, ‘-nætti’, er skyldur orðinu nótt.

leysa eitthvað úr læðingi

Orðið læðingur er eingöngu notað í föstum orðasamböndum eins og liggja í læðingi, leysa eitthvað úr læðingi og losna úr læðingi. Þessi sambönd eiga öll rætur í Snorra-Eddu. Læðingur var fyrsti fjöturinn sem reynt var að fjötra Fenrisúlf með en úlfurinn „leystist úr Læðingi“ og þannig er orðasambandið til komið. Næsti fjötur hét Drómi. Hann dugði engu betur því Fenrisúlfur „drap sig úr Dróma“. En þriðji fjöturinn hélt. Hann hét Gleipnir og var gerður úr því sem ekki er til: dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka.

liggja í læðingi

Orðið læðingur er eingöngu notað í föstum orðasamböndum eins og liggja í læðingi, leysa eitthvað úr læðingi og losna úr læðingi. Þessi sambönd eiga öll rætur í Snorra-Eddu. Læðingur var fyrsti fjöturinn sem reynt var að fjötra Fenrisúlf með en úlfurinn „leystist úr Læðingi“ og þannig er orðasambandið til komið. Næsti fjötur hét Drómi. Hann dugði engu betur því Fenrisúlfur „drap sig úr Dróma“. En þriðji fjöturinn hélt. Hann hét Gleipnir og var gerður úr því sem ekki er til: dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka.

líknarbelgur

Líknarbelgur er eitt þeirra orða sem hefur verið gefin ný merking. Nú er það stundum látið tákna loftpúða í bíl, sem á að þenjast út við árekstur og forða þannig bílstjóra og farþegum frá meiðslum. En orðið er gamalt í málinu og merkir ‘fósturhimnu’, belginn sem umlykur fóstur manna og dýra. Líknarbelgir voru oft þurrkaðir og notaðir í stað glers í glugga. Nefndist líknarbelgurinn þá skjár.

loðberi

Íslendingar eru alltaf að kynnast nýjum ávaxtategundum. Á síðari hluta 20. aldar var farið að flytja inn ávöxt þar sem kjötið er grænt en hýðið brúnt og lítillega loðið. Enn mun algengast að hann sé kallaður erlenda heitinu kíví þótt stungið hafi verið upp á að nota orðið loðber um þennan ávöxt. Hann er einkum ræktaður á Nýja-Sjálandi og nafnið kíví er komið þaðan, úr máli hinna pólýnesísku frumbyggja landsins, Maóría.

losna úr læðingi

Orðið læðingur er eingöngu notað í föstum orðasamböndum eins og liggja í læðingi, leysa eitthvað úr læðingi og losna úr læðingi. Þessi sambönd eiga öll rætur í Snorra-Eddu. Læðingur var fyrsti fjöturinn sem reynt var að fjötra Fenrisúlf með en úlfurinn „leystist úr Læðingi“ og þannig er orðasambandið til komið. Næsti fjötur hét Drómi. Hann dugði engu betur því Fenrisúlfur „drap sig úr Dróma“. En þriðji fjöturinn hélt. Hann hét Gleipnir og var gerður úr því sem ekki er til: dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka.

lýðnet

Net er skýrt í orðabókum sem ‘kerfi þráða sem liggja í kross og mynda möskva’, og var til skamms tíma nær eingöngu notað um veiðarfæri. Enska orðið Internet er upphaflega sérnafn ákveðins netkerfis sem tengir saman tölvur, en vegna yfirburðastöðu þessa kerfis er það er nú nánast orðið samnafn. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um íslenska samsvörin enska heitisins, t.d. alnet og lýðnet, en oftast er þó bara talað um netið &StuttStrik; með greini. Hugsanlegt er að skrifa Netið með stórum staf ef menn vilja líta á orðið sem sérnafn.

læðingur

Orðið læðingur er eingöngu notað í föstum orðasamböndum eins og liggja í læðingi, leysa eitthvað úr læðingi og losna úr læðingi. Þessi sambönd eiga öll rætur í Snorra-Eddu. Læðingur var fyrsti fjöturinn sem reynt var að fjötra Fenrisúlf með en úlfurinn „leystist úr Læðingi“ og þannig er orðasambandið til komið. Næsti fjötur hét Drómi. Hann dugði engu betur því Fenrisúlfur „drap sig úr Dróma“. En þriðji fjöturinn hélt. Hann hét Gleipnir og var gerður úr því sem ekki er til: dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka.

M

maður

Maður er algengasta nafnorð í íslensku samkvæmt „Íslenskri orðtíðnibók“ (1991). Það er þó einungis hið fertugasta í röðinni því allra algengustu orðin eru svokölluð kerfisorð - samtengingar, forsetningar, fornöfn, atviksorð og hjálparsagnir. Önnur nafnorð meðal 100 algengustu orðanna eru einungis ár, dagur, staður, barn, tími og hönd.

maður menn

Orðið maður hefur mjög óreglulega beygingu eins og títt er um algeng orð, aðallega vegna þess að orðstofninn breytist frá einni beygingarmynd til annarrar: MAÐ-ur ~ MANN-s ~ MENN. Það óvenjulegasta við beygingu orðsins er þó að það er endingarlaust í fleirtölu, menn, en þegar greinirinn bætist við er endingu skotið inn á undan: menn-IR-nir, menn-I-na. Er þetta eina nafnorðið sem hagar sér þannig.

maður og kona

Orðið maður er bæði notað sem tegundarheiti um mannskepnuna almennt og um karla sérstaklega. Almenna merkingin kemur meðal annars fram í setningum eins og „Maðurinn er spendýr“ og „Það voru hundrað manns í boðinu“ og hún kemur einnig fram í notkun orðsins sem óákveðins fornafns: „Maður fer nú örugglega eitthvað í fríinu“. Samsettu orðin karlmaður og kvenmaður tengjast líka hinni almennu merkingu orðsins. Sértæka merkingin kemur skýrast fram þar sem maður er notað í samhengi við orðið kona og sem andheiti við það: „Maður og kona komu gangandi eftir stígnum“. Ekki eru merkingarmörkin alltaf skýr og oft óljóst um hvora merkinguna er að ræða. Þessi tvíræðni hefur verið sumum þyrnir í augum af því að þeir telja að sértæka merkingin valdi því að konum og stúlkum finnist þær settar hjá, jafnvel þótt ætlunin sé að nota orðið í almennari merkingunni. Sú merking á sér ekkert beint og ótvírætt jafnheiti en aftur á móti er hægt að nota annað orð í staðinn fyrir maður í sértæku merkingunni, nefnilega karl.

mannanöfn

;

Í fornritum eru mörg dæmi um að nöfn í tilteknum fjölskyldum byrjuðu á sama staf. Þetta virðist hafa verið algengt meðal germana (Gunnar, Guðrún, Guttormur). Í Landnámu eru mörg dæmi um þetta. Börn Végeirs í Sogni fóru til Íslands. Þau hétu Vébjörn, Vésteinn, Véþormur, Vémundur, Végestur, Véþorn og Védís. Að vissu leyti hefur slíkt gert sama gagn og ættarnöfn gerðu síðar. Eiginleg ættarnöfn sjást ekki í fornritunum en stundum fylgja þó sömu viðurnefni sömu ættinni. Í Landnámu eru mörg dæmi um írsk mannanöfn (Dufþakur, Njáll) þó að flest séu þau af norrænum og germöskum uppruna. Fróðlegt er að fylgjast með því í fornritunum hvernig biblíunöfnunum fjölgar eftir að farið er að lýsa atburðum sem gerðust eftir kristnitöku.

merkisdagar

Merkisdagar heita ýmsum nöfnum, t.d. eru aðfangadagur, föstudagurinn langi og Jónsmessa vel þekkt heiti. Þegar sagt er að eitthvað muni eiga sér stað á slíkum dögum er ævinlega höfð forsetning á undan nafninu og t.d. sagt „Hann kemur á aðfangadag“. Einnig væri hægt að segja um það sama „Hann kemur 24. desember“ og þá er engin forsetning á undan dagsetningunni. Sumir merkisdagar bera ekki sérstök nöfn heldur eru þeir bara nefndir með mánaðardegi og mánaðarheiti, t.d. 17. júní og 1. maí. Eigi að síður er tilhneiging til að nota forsetningu þar: „Jón kemur á 17. júní“ eða „Það rigndi ekkert á 1. maí“. Þetta er í rauninni óþarfi. Hver myndi t.d. segja: „Ég á afmæli á 24. september“?

mikill

Algengasta lýsingarorð í íslensku

Algengasta lýsingarorð í íslensku samkvæmt „Íslenskri orðtíðnibók“ (1991) er mikill sem er í 47. sæti yfir algengustu orðin. Önnur lýsingarorð meðal þeirra 100 orða sem oftast koma fyrir eru góður,margur, lítill,gamall og stór.

morgunsár

Morgunsár þýðir eins og flestir vita ‘snemma morguns’. Seinni liður orðsins hefur þó vafist fyrir sumum. Við fyrstu sýn túlka flestir orðið sem ‘morgun-sár’. Með vísan til morgunroðans hlýtur sú túlkun að teljast bæði myndræn og rökrétt. Hið rétta er þó að orðið skiptist ‘morguns-ár’. ‘Ár-’ þýðir hér ‘(það sem er) snemma’ og birtist t.d. í orðum eins og árla og árdegi en yfirleitt kemur það ekki fyrir sjálfstætt. Tvíræðnin sem felst í orðinu morgunsár gerir það hins vegar afar skemmtilegt og skáldið Jónas Svafár nýtti sér hana þegar hann nefndi ljóðabók sína „Það blæðir úr morgunsárinu“.

mæra

Mörgum þykir Íslendingar borða meiri sætindi en þeir hafa gott af. Almennt er talað um sælgæti til að vísa til þess sem gerir fólki gott í munni. Í eina tíð kölluðu krakkar sælgæti oft gotterí. Það orð er leitt af lýsingarorðsmyndinni gott (af góður) enda vísar orðið til þess sem er gott. Núna er aftur algengara að börn tali um nammi. Það er eins konar hljóðlíking því þegar menn vilja lýsa því að eitthvað bragðist vel segja þeir gjarnan „namm, namm“. Einnig eru til ýmis önnur orð um sætindi, sum staðbundin, t.d. er sælgæti sums staðar kallað mæra.

N

nammi

Mörgum þykir Íslendingar borða meiri sætindi en þeir hafa gott af. Almennt er talað um sælgæti til að vísa til þess sem gerir fólki gott í munni. Í eina tíð kölluðu krakkar sælgæti oft gotterí. Það orð er leitt af lýsingarorðsmyndinni gott (af góður) enda vísar orðið til þess sem er gott. Núna er aftur algengara að börn tali um nammi. Það er eins konar hljóðlíking því þegar menn vilja lýsa því að eitthvað bragðist vel segja þeir gjarnan „namm, namm“. Einnig eru til ýmis önnur orð um sætindi, sum staðbundin, t.d. er sælgæti sums staðar kallað mæra.

nál

Það er til mikið af gátum á íslensku, gjarnan vísnagátur um allt mögulegt. Ein þeirra hljómar svona:

Eineygð snót með yddum hramm
ærið langan hala dró,
við sporið hvert, sem fór hún fram,
frúar styttist rófan mjó.

Lausn þessarar gátu er nál og margar aðrar gátur eru til um saumnálar.

net

Net er skýrt í orðabókum sem ‘kerfi þráða sem liggja í kross og mynda möskva’, og var til skamms tíma nær eingöngu notað um veiðarfæri. Enska orðið Internet er upphaflega sérnafn ákveðins netkerfis sem tengir saman tölvur, en vegna yfirburðastöðu þessa kerfis er það er nú nánast orðið samnafn. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um íslenska samsvörin enska heitisins, t.d. alnet og lýðnet, en oftast er þó bara talað um netið - með greini. Hugsanlegt er að skrifa Netið með stórum staf ef menn vilja líta á orðið sem sérnafn.

O

og

Einhver kann að hafa velt því fyrir sér hvaða orð væri algengast í íslensku. Samkvæmt „Íslenskri orðtíðnibók“, sem kom út 1991, er og algengasta orðið en fast á hæla því kemur . Bókin er byggð á mikilli rannsókn og þessi orð komu fyrir í öllum textunum sem athugaðir voru, alls rúmlega 500.000 lesmálsorðum, hvort þeirra meira en 20.000 sinnum. Það vekur athygli í niðurstöðum þessarar rannsóknar að tuttugu algengustu orðin í íslensku eru öll svokölluð kerfisorð, smáorðin sem binda saman texta en hafa sjálf ekki skýra merkingu eins og samtengingar, forsetningar, fornöfn, atviksorð og hjálparsagnir. Þetta eru jafnframt þau orð sem koma fyrir í öllum textunum.

opnunartími

Verslanir eru opnaðar að morgni og þeim er lokað aftur að kvöldi. Tíminn sem líður þar á milli er oft kallaður opnunartími en margir vilja heldur tala um afgreiðslutíma. Þeir segja sem svo að vel mætti kalla þá stund þegar verslunin er opnuð á morgnana opnunartíma, en eðlilegra sé að kalla þann tíma sem opið er afgreiðslutíma. Málið getur þó vandast þegar aðrar stofnanir en verslanir eiga í hlut, t.d. er hæpið að tala um afgreiðslutíma Húsdýragarðsins eða sundlauganna. Í slíkum tilvikum er þó hægt að orða hlutina öðru vísi, t.d. með því að segja að Húsdýragarðurinn sé opinn frá klukkan tíu á morgnana til klukkan sex síðdegis.

orðaleikir

Ýmiss konar orðaleikir byggjast fyrst og fremst á tvíræðni orða eða orðmynda og óvæntum tengingum. Orðaleikir koma ekki síst fram í skáldskap og gamanmálum en allir leika sér að einhverju marki með tvíræðni tungumálsins þótt menn séu misglöggir á þessa hlið þess. Það er líka talsvert þjálfunaratriði að koma auga á óvæntar tengingar og nauðsynlegt að leggja sig eftir því til að ná árangri. Persónan Símalandi í Símalandi var símalandi í tólið í einu barnakvæða Þórarins Eldjárns og annað ber nafnið „Tanngómatangó“ og verður að lesa með réttum áherslum til að átta sig á leiknum í orðinu (tanngó-ma-tangó). Páll Vilhjálmsson, ein af sögupersónum Guðrúnar Helgadóttur, var líka mikill orðaleikjasmiður. Frá honum er m.a. komin undirskriftin á jólakortið: „Ásta, Barði, börnin“ og þegar hann sagði frá afrekum Varða vinar síns hljómaði ein frásögnin svona: „Varði varði“. Einnig má nefna orðaleiki eins og „Ég er að velta því fyrir mér hvort leiðinleg blöð séu ekki dauf í dálkinn“ eða „hvort ritmálið í Finnlandi sé ekki skriffinnska“.

Orðaleikir í daglegu máli koma oft fram í nafngiftum, t.d. þegar Læknagarður, hús læknadeildar Háskóla Íslands sem líka hýsir starfsemi tannlæknadeildar, er kallaður „Tanngarður“ eða þegar húsnæði ríkissáttasemjara er kallað „Karphúsið“.

Ó

ókei

Upphrópunin ókei er ættuð úr bandarískri ensku en uppruni hennar þar er óljós og umdeildur. Til Íslands hefur hún sennilega borist á hernámsárunum og er nú mjög algeng í talmáli. Hún merkir yfirleitt ‘allt í lagi’ en er líka notuð á svipaðan hátt og ‘jæja’, t.d. þegar menn segja „ókei, bæ“ eða „ókei, við sjáumst“ þegar þeir kveðjast. Mörgum er mjög í nöp við þetta orð og það telst a.m.k. alls ekki boðlegt við formlegar aðstæður þótt það sé æði lífseigt í hversdagsmáli ungs fólks.

P

pamfíll

Í spilinu púkk hefur laufagosinn sums staðar verið kallaður pamfíll. Þetta orð þekkist þó einkum í orðasambandinu að vera lukkunnar pamfíll sem merkir ‘að vera mjög heppinn’. Orðatiltækið er komið úr dönsku þar sem það hljóðar ‘at være lykkens pamfilius’. Danska orðmyndin gefur trausta vísbendingu um uppruna orðsins. Það er dregið af latnesku mannsnafni, Pamphilos, sem reyndar er komið úr grísku. Þar merkti það ‘sá sem er mikið elskaður, sá sem allir unna’.

par

Orðið par er ekki af germönskum stofni frekar en önnur orð málsins sem byrja á ‘p’. Par kemur þó fyrir þegar í fornu máli, og líklega hafa fæstir verulega andúð á orðinu. En vilji menn komast hjá að nota það er stundum hægt að nota í staðinn orðið tvennd, og talað er um tvenndarkeppni og tvenndarleik í íþróttum. Samt er varla hægt að tala um þrjár tvenndir af sokkum, heldur þrenna sokka eða þrjú pör. Par er líka fast í ýmsum samsetningum, og þar er útilokað að nota tvennd í staðinn og segja t.d. bollatvennd eða hnífatvennd í stað bollapar og hnífapar.

partý

Rím getur þvælst fyrir mönnum því það er ekki alltaf auðvelt að finna orð sem rímar við það sem á undan er komið og fellur þar að auki inn í textann að öðru leyti. Menn hafa leyst þetta með ýmsum ráðum, til dæmis hafa menn bjargað sér fyrir horn með því að fikta svolítið við orðaröðina. Í gömlum dægurlagatexta hljóðar ein línan svo: „... og ég veit það verður svaka PARTÝ ...“. Þegar síðan kom að því að finna rímorð á móti partý var málið leyst með línunni „... það mun verða veislunni MARGT Í“.

passíuhár

Þegar hárið er slétt, klippt fremur stutt og þvert fyrir að neðan og toppurinn er líka stuttur og þverskorinn hefur það verið kallað passíuhár. Þrátt fyrir líkindin á fyrri liðurinn ekkert skylt við píslargönguna sem t.d. er vísað til í nafni Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar og nöfnum ýmissa kirkjutónverka. Passíuhár er tökuorð úr dönsku þar sem klippingin gengur undir nafninu ‘pagehår’. Orðliðurinn ‘page-’ er ættaður sunnan úr löndum, frá Frakklandi og Ítalíu, og merkti ‘skjaldsveinn, ungur þjónn’. Þarna er því fyrri tíma drengjakollur á ferðinni.

peningur

Athyglisvert er að bæði orðin, og peningur, eru notuð jafnt um búsmala og gjaldmiðil eða fjármagn. Þetta sést vel í samsettum orðum, það er t.d. bæði talað um „búfé“ og „búpening“ og um „fjármagn“ og „peningamagn“ í svipaðri merkingu. Fyrir þessu eru sögulegar ástæður. Áður fyrr átti fólk ekki mikið lausafé eða peninga, eignir þess fólust fyrst og fremst í búinu og ekki síst búsmalanum og fé á fæti var líka notað sem gjaldmiðill. Minna má á að verð var einu sinni gjarna miðað við verðmæti skepnanna, það var t.d. sagt að borga þyrfti eitt eða fleiri „kýrverð“ fyrir eitthvað.

polli

Orðið polli er vísar til tré- eða járnstólpa á hafnarbakka sem skip eru bundin við. Það er talið tökuorð, líklega úr dönsku. Í íslensku hefur þetta orð líka fengið aðra merkingu, ‘smástrákur’, sem ekki er þekkt í öðrum málum.

prímus

Séra Jón Prímus í „Kristnihaldi undir Jökli“ (1968) fékk viðurnefnið af því að hann gerði við prímusa. Það eru lítil eldunartæki sem brenna steinolíu eða gasi og eru nú einkum notuð í útilegum. Heiti þeirra var upphaflega vörumerki og enn eru seldir prímusar af þeirri tegund en orðið prímus er nú fyrir löngu orðið samheiti um öll tæki af sömu eða svipaðri gerð.

púki

Upprunalega merkir orðið púki ‘smádjöfull, ári’, en síðan hefur það fengið ýmsar viðbótarmerkingar. Það er t.d. notað um þá sem eru nískir eins og sést á samsettu orðunum nískupúki og maurapúki og sums staðar getur það líka merkt ‘jóker (í spilum)’. Loks er það stundum haft um krakka, sérstaklega ef þeir eru stríðnir eða óþekkir. Á Vestfjörðum getur það þó einfaldlega merkt ‘(smá)krakki’ án þess að því fylgi nokkur neikvæður tónn. Vestfirðingar geta t.d. sagt „Þegar ég var púki...“. Sú merking mun líka vera til í Noregi.

pæla

Upphaflega merkti sögnina pæla ‘að stinga upp mold eða jarðveg’ og það var gert með verkfæri sem kallaðist páll og var eins konar stunguspaði. Seinna fékk sögnin yfirfærðu merkinguna ‘að erfiða’ og svo einnig ‘að brjóta heilann um, sökkva sér niður í’. Nú hefur óeiginlega merkingin vafalaust náð yfirhöndinni því flestir pæla í hinu og þessu jafnvel þótt þeir hafi aldrei notað pál og viti jafnvel ekki að slíkt verkfæri sé til.

R

rannsaka

Rannsóknir eru margs konar nú á dögum og menn rannsaka allt milli himins og jarðar. Upphaflega var merking orðsins rannsókn þó mun þrengri. Fyrri hluti orðsins er dregin af gömlu orði sem nú er tæpast notað, rann (hvorugkyn) eða rannur (karlkyn) sem merkti hús eða heimili. Síðari hlutinn, ‘-sókn’, merkir ‘leit’ þannig að upprunaleg merking samsetta orðsins er eiginlega ‘húsleit’. Norræna sögnin rannsaka var tekin upp í ensku fyrir margt löngu og þar er hún ennþá notuð í merkingu sem er nær þeirri upprunalegu en sú sem hún hefur í nútíma íslensku. Enska sögnin ransack merkir nefnilega ‘að gera (hús)leit, leita vandlega’ en hún getur reyndar líka merkt ‘að ræna og rupla’.

rannsókn

Rannsóknir eru margs konar nú á dögum og menn rannsaka allt milli himins og jarðar. Upphaflega var merking orðsins rannsókn þó mun þrengri. Fyrri hluti orðsins er dregin af gömlu orði sem nú er tæpast notað, rann (hvorugkyn) eða rannur (karlkyn) sem merkti hús eða heimili. Síðari hlutinn, ‘-sókn’, merkir ‘leit’ þannig að upprunaleg merking samsetta orðsins er eiginlega ‘húsleit’. Norræna sögnin rannsaka var tekin upp í ensku fyrir margt löngu og þar er hún ennþá notuð í merkingu sem er nær þeirri upprunalegu en sú sem hún hefur í nútíma íslensku. Enska sögnin ransack merkir nefnilega ‘að gera (hús)leit, leita vandlega’ en hún getur reyndar líka merkt ‘að ræna og rupla’.

rauðgulur

Nú vita líklega allir hvaða lit er átt við þegar sagt er að eitthvað sé appelsínugult. Þetta orð er þó ekki gamalt í málinu, og virðist ekki fara að breiðast út fyrr en eftir 1960 þegar appelsínur fóru að verða algengari sjón hér á landi. Liturinn var þó vitaskuld þekktur áður, en var þá kallaður rauðgulur.

róni

Orðið róni á sér nokkrar upprunaskýringar. Í „Íslenskri orðsifjabók“ (1989) segir að það sé sennilega stytting úr baróni en það sé aftur, að öllum líkindum, leitt af orðinu bar með hliðsjón af orðinu barón. Einnig er nefnt að róni kunni að tengjast orðinu las(s)aróni sem hefur svipaða merkingu, ‘flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi’. Það er tökuorð úr dönsku þar sem lazaron merkir ‘tötralegur flækingur’. Önnur skýring á uppruna orðsins hefur líka heyrst. Hún á margt skylt með þeirri fyrri en hefur beinni skírskotun til ytri veruleika. Í Hafnarstrætinu í Reykjavík mun einu sinni hafa verið illræmd drykkjuknæpa sem hét Baróninn. Þeir sem stunduðu hana mikið voru kallaðir barónar og er talið að róni sé stytting á því uppnefni.

rusti

Orðin dóni og rusti eru tökuorð úr latínu og voru upphaflega bæði höfð um ómenntaða menn, merktu eiginlega ‘sveitadurgur’, en fengu fljótlega almennari merkingu og nú merkir dóni ‘ókurteis maður’ en rusti fremur ‘ruddalegur maður’. Talið er að þessi orð séu upprunnin í máli skólapilta í Skálholti, líklega snemma á 17. öld, og að þau séu komin beint úr latínu í íslensku. Heimildir eru um að bæði eigi þau rót sína að rekja til sömu tilvitnunar í skáldið Virgil: „rusticus es, Corydon“ sem merkir ‘þú ert sveitadurgur, Corydon’. Corydon þessi var fátækur fjárhirðir í hjarðljóðum Virgils sem voru skyldulesning í latínuskólum. Sagan segir að skólasveinar hafi hent orð þessarar sögupersónu á lofti og haft sem skammaryrði. Seinna hefur nafn Corydons svo ummyndast í orðið dóni og ‘rusticus’ breyst í ruddi.

rúta

Í íslensku er gerður greinarmunur á stórum farþegabílum eftir því hvort þeir eru einkum notaðir innanbæjar eða á milli fjarlægari staða. Í fyrra tilvikinu er talað um strætisvagn &StuttStrik; eða strætó &StuttStrik; en rútu í því síðara. Algengt er þó að sama orðið sé notað um hvort tveggja í tungumálum.

Orðið rúta er tökuorð sem er ættað úr frönsku en komið í íslensku í gegnum dönsku. Franska orðið getur bæði merkt ‘vegur’ og ‘leið’ en í dönsku er það einungis notað í síðari merkingunni. Í íslensku hefur merking orðsins aftur á móti færst af sjálfri leiðinni yfir á farartæki sem gengur ákveðna leið.

S

salíbuna

Orðið buna merkir oftast ‘samfelldur straumur af vatni eða vökva (t.d. úr stút á katli eða kaffikönnu)’. En það er líka talað um að „renna sér í einni bunu“ á sleða, skíðum eða hjóli þegar farið er niður brekku án þess að stoppa. Þá er líka hægt að „fá sér salíbunu“ á sleða niður brekkuna eða jafnvel í strætó niður í bæ. Fyrri liðurinn í orðinu salíbuna á rót sína að rekja til danska lýsingarorðsins salig ‘sæll’ sem er líka notað til áherslu. Það merkir því bókstaflega ‘sæluferð, áhyggjulaus ferð’ enda hefur salíbunan yfirleitt ekki annan tilgang en skemmtunina.

saltabrauð

Íslenskir krakkar hafa líklega leikið sér í saltabrauði eða saltabrauðsleik öldum saman, jafnvel alveg síðan á 17. öld. Þetta er feluleikur þar sem einn er í saltabrauðinu &StuttStrik; einhverjum stað sem hópurinn hefur valið &StuttStrik; og telur eða fer með vísur á meðan hinir fela sig. Hann á síðan að leita að þeim og hlaupa í kapp við þá að saltabrauðinu þar sem höfð eru yfir einhver orð. Þau eru svolítið mismunandi frá einum stað til annars og kannski líka frá einni kynslóð til annarrar en byrja gjarnan á „saltabrauð fyrir mér...“. Orðið saltabrauð er því bæði nafn leiksins og hluti af honum. Þessi sami leikur er þekktur víða um lönd og í Danmörku gengur hann undir sama nafni. Upphaflega hefur það líklega verið salt og brauð sem seinna hefur runnið saman í eitt. Óvíst er hvernig nafnið er til komið en salt og brauð voru meðal annars tákn um gestrisni og um hamingju í nýjum heimkynnum.

samsett_orð

Samsett orð eru ótal mörg í málinu. Þegar slík orð eru lesin skiptir auðvitað máli að lesandanum sé ljóst hvar mörk liðanna, liðamótin, eru. Annars geta áherslurnar orðið vitlausar og orðið þar með óskiljanlegt. Sagt er að einu sinni hafi verið talað um „ístru-flanir“ í útvarpsfréttum í staðinn fyrir ís-truflanir og heyrst hefur af ljóðalestri þar sem lesið var ljóðið „Skipta-par“ um skip sem fórust í hafi, en átti að sjálfsögðu að vera skip-tapar.

seiva

Vista er gömul sögn í málinu, skyld sögninni vera, og merkti ‘koma einhverjum til dvalar’ á ákveðnum stað. Um miðjan níunda áratuginn var hún tekin upp í tölvumál og gefin ný merking, en þó vissulega skyld þeirri eldri; ‘geyma skrá á diski’. Áður hafði slettan seiva (sbr. ensku sögnina save) verið notuð í þeirri merkingu í nokkur ár.

selur

Selir virðast fremur meinleysislegar skepnur og erfitt að ímynda sér að þeir valdi ótta og óróa. Áður fyrr báru menn hins vegar óttablandna virðingu fyrir selum, þeir voru sagðir sólgnir í mannakjöt og fullvaxinn selur í árásarham er auk þess ekkert lamb að leika sér við. Þessi ótti við seli kemur fram í þjóðsögum þar sem draugar, óvættir og jafnvel kölski sjálfur birtast í selslíki. Til marks um hann er líka orðatiltækið að verða ekki um sel sem merkir ‘verða hræddur og kvíðinn, lítast ekki á blikuna’.

símbréf

Fax er og hefur auðvitað lengi verið á hestum. Á síðari árum hefur verið farið að nota orð sem hljómar alveg eins í allt annarri merkingu, bæði um tæki sem senda bréf eða skjöl í gegnum símalínu og um sjálf bréfin eða skjölin sem viðtakandi fær í hendur sem e.k. ljósrit. Hæpið er að tala um þetta sem sama orð og fax í gömlu merkingunni því uppruninn er allt annar. Í þessari merkingu er orðið tökuorð úr ensku þar sem það er notað sem stytting á orðinu fascimile ‘(nákvæmt) afrit eða eftirrit’. Heldur hefur verið amast við notkun þessa orðs í íslensku þótt það sé í sjálfu sér þjált og falli ágætlega að málinu, kannski vegna þess að það fellur saman við gamla orðið þótt tæplega sé hætta á að það valdi ruglingi. Þess vegna hefur verið stungið upp á að nota orðið bréfasími um tækið og símbréf um það sem sent er.

sími

Í íslensku eru oftast smíðuð ný orð um ýmiss konar nýjungar en stundum er líka farin sú leið að taka upp erlend heiti þeirra og laga þau að íslensku máli, bæði framburði og beygingum. Orðið sími á sér aftur á móti aðra sögu. Það kemur fyrir í Eddukvæðum í merkingunni ‘þráður, band’ en var svo ekkert notað fyrr en í lok 19. aldar þegar mönnum datt í hug að grípa til orðsins og nota það um fyrirbæri sem þá var nýtt og gengur enn undir nafninu sími. Þetta er því hálfgert tökuorð, þó ekki sé það úr öðru tungumáli heldur af eldra stigi íslensks máls.

sjoppa

Sjoppa er tökuorð í íslensku og merkir ‘söluturn, sælgætisbúð’. Eins og margir vita á það ættir að rekja til enska orðsins shop en óvíst er hvort það hefur borist beint úr ensku. Vel má vera að það sé hingað komið í gengum dönsku eða jafnvel norsku eins og mörg eldri tökuorð úr ensku. Í íslensku hefur orðið mjög afmarkaða merkingu, táknar bara vissa tegund af verslun, en enska orðið hefur miklu víðari skírskotun því að það vísar til verslana almennt. Það er algengt að merkingin þrengist þannig þegar orð er tekið að láni og flyst úr einu máli í annað, annaðhvort vegna þess að einungis einn afmarkaður merkingarþáttur orðsins í upprunamálinu flyst á milli eða vegna þess að orðið tengist við þröngt merkingarsvið eins og sjoppa hefur gert.

skautar

Á veturna taka margir fram skíði og skauta. Talað er um að „fara á skautum (eða skíðum)“ eða „renna sér á skautum (eða skíðum)“ og lengst af voru ekki til sérstakar sagnir um þessar athafnir. Þetta hefur breyst. Nú heyrist iðulega sagt: „Hún skíðaði niður brekkuna“ eða „Hann skautaði að bakkanum“. Sagnirnar skíða og skauta eru því nýjung í málinu og þeir sem hafa ekki vanist þeim fella sig sumir illa við notkun þeirra.

skeleggur

Sá sem er djarfur og einarður er stundum sagður vera skeleggur. Í nútímamáli er orðið aðallega haft um þá sem flytja eitthvert mál af krafti og mælsku en í fornu máli ekki síður um þá sem voru djarfir og kappsfullir í orrustu. Hvort tveggja er reyndar líkingamál því orðið skeleggur er samsett úr kvenkynsorðunum skel og egg (á hnífi) og bókstafleg merking þess ætti því að vera ‘með skelþunna egg’ eða með öðrum orðum ‘flugbeittur’. Í fyrndinni kann að hafa verið talað um skelegg vopn en einkunnin síðan færst yfir á þá sem beita vopnunum og loks, þegar draga fór úr vígaferlum, á þá sem berjast með orðin ein að vopni.

skíði

Á veturna taka margir fram skíði og skauta. Talað er um að „fara á skautum (eða skíðum)“ eða „renna sér á skautum (eða skíðum)“ og lengst af voru ekki til sérstakar sagnir um þessar athafnir. Þetta hefur breyst. Nú heyrist iðulega sagt: „Hún skíðaði niður brekkuna“ eða „Hann skautaði að bakkanum“. Sagnirnar skíða og skauta eru því nýjung í málinu og þeir sem hafa ekki vanist þeim fella sig sumir illa við notkun þeirra.

skjár

Nú á dögum eru skjáir á mörgum tækjum sem fólk notar daglega, t.d. sjónvarpinu, tölvunni og gemsanum. Þótt þessi tæki séu öll tiltölulega ung að árum á sjálft orðið skjár sér langa sögu. Áður fyrr vísaði það til gegnsærrar himnu sem notuð var eins og rúða í gluggum eða jafnvel til slíkra glugga í heild. Þeir voru löngu aflagðir og orðið því horfið úr daglegu máli þegar sjónvörp komu til sögunnar. Þá datt einhverjum í hug að dusta af því rykið og gefa því nýja merkingu enda minnti skermurinn á sjónvarpinu svolítið á glugga. Þannig gekk orðið í endurnýjun lífdaga.

skoðanakönnun

Nú á dögum er alltaf verið að spyrja fólk um skoðun þess á einu og öðru, t.d. stjórnmálaskoðun og skoðun á ýmsum deilumálum sem eru efst á baugi í samfélaginu. En ekki snúast allar kannanir um skoðanir fólks. Fyrir nokkru sögðu fjölmiðlar frá skoðanakönnun um það hvaða kjöt fólk hefði borðað á jólunum. Þar snýst þó málið varla um skoðanir fólks, heldur staðreyndir - vonandi hafa flestir vitað hvað þeir voru að borða.

skór

Þegar greinir bætist við orðin skór, brú og önnur af sama tagi þá er hann ýmist skrifaður með einu n-i (‘á brúna’) eða tveimur (‘á brúnni’). Venjulega er líka framburðarmunur á slíkum myndum rétt eins og gerður er greinarmunur á orðunum Hanna og hana í framburði enda þótt annars staðar „heyrist ekki“ hvort greinirinn hafi eitt eða tvö ‘n’. Nú er þó orðið algengt, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni, að orðmyndirnar ‘(í) skóna’, ‘(undir) brúna’, ‘(yfir) slána’, sem ritaðar eru með einu n-i, séu eigi að síður bornar fram eins og þau væru tvö (skónna, brúnna, slánna). Þetta hljómar mjög ankannalega í eyrum margra.

skreið

Það er býsna algengt að mikilvægum setningarliðum sé sleppt í blaðafyrirsögnum, einna helst frumlaginu eða umsögninni, en lesendur eru þó sjaldnast í vandræðum með að skilja fyrirsagnirnar. Það hefur aftur á móti hent að slíkar fyrirsagnir hafi orðið skemmtilega margræðar. „Skreið til Nígeríu“ er frægt dæmi og einnig má nefna: „Látnir þvo strætisvagna á nóttunni“!

slabb

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slafra

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slagi

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slark

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slefa

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

sleikja

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

sleipur

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slepja

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

sletta

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slím

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

sloka

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slor

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slurkur

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slydda

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

slý

slabb, sladda, slafsa, slafra, slagna, slagningur, slagi, slapp, slark, slefa, sleikja, sleipur, slemba, slenja, slepja, sletta, slím, sloka, slokra, slor, slubb, sludda, slumbra, slupra, slurkur, slydda, slý, slöpugur. Þessi orð eru misjafnlega kunnugleg, en þau eiga tvennt sameiginlegt: þau byrja öll á ‘sl-’, og merking þeirra allra tengist bleytu eða vökva á einhvern hátt &StuttStrik; oft einhvers konar hvimleiðri eða óviðfelldinni bleytu. Getur það verið tilviljun að svo mörg orð á sama merkingarsviði byrji á sömu hljóðum?

sófi

Ýmis orð í íslensku eru langt að komin, þar á meðal orðið sófi. Það er reyndar fengið að láni úr dönsku en á samt uppruna sinn í arabísku. Í fljótu bragði virðist þetta orð hafa lagað sig fullkomlega að íslensku en eitt lítið atriði kemur þó upp um erlendan uppruna þess. Það er nefnilega alltaf borið fram með f-hljóði öfugt við önnur orð þar sem ‘f’ stendur á millli sérhljóða því það er yfirleitt borið fram sem ‘v’, t.d. í gáfa og háfur, en það á líka til að hverfa eða því sem næst, t.d. í lófi og húfa.

spánskt

Þegar fólki þykir eitthvað undarlegt er stundum sagt að það komi spánskt fyrir sjónir. Orðatiltækið kemur upphaflega úr þýsku. Árið 1519 fengu Þjóðverjar spænskættaðan keisara, Karl V. Sá hafði vanist spænskum siðum og háttum og innleiddi þá við hirð sína í Þýskalandi. Hirðmönnum hans þóttu margir þessara siða ansi undarlegir, hristu gjarnan hausinn og muldruðu í barm sér: „Das kommt mir spanisch vor!“.

sperðill

Stór, sver pylsa er víða á landinu kölluð bjúga. Annars staðar eru notuð orðin sperðill eða grjúpán um það sama. Bjúga er hvorugkynsorð (eins og auga) og maður kaupir því bjúgu í matinn og sýður þau þegar heim er komið. Hitt er þó til, að farið sé með þetta orð sem kvenkynsorð og sagt „bjúgurnar“. Fá hvorugkynsorð enda á ‘-a’ og þau eru flest líffæraheiti. Þau mynda því ekki einungis beygingarlegan heldur líka að nokkru leyti merkingarlegan flokk. Merkingarlega fellur bjúgað þó ekki í hann og þar verður merkingin því ekki til þess að minna á og styðja hvorugkynsbeyginguna. Fjöldi kvenkynsorða endar aftur á móti á ‘-a’, þar á meðal orðið pylsa sem hefur ekki ósvipaða merkingu og bjúga, og þess vegna er tilhneiging til að líta á bjúga sem kvenkynsorð.

staðaldur

Orðið staðaldur merkir ‘varanleiki’. Það er talið samsett úr lýsingarorðinu staður ‘kyrrstæður, þrár’ og nafnorðinu aldur í merkingunni ‘tími’. Samsetta orðið er nær eingöngu notað í föstum orðasamböndum, einkum sambandinu að staðaldri, en einnig er til orðasambandið til staðaldurs sem merkir ‘til frambúðar’. Aðrar orðmyndir eru kunnar úr ritmáli en eru mjög sjaldgæfar.

staðgreiðslukort

Þegar farið var að nota kort til að greiða fyrir vörur og þjónustu ekki síður en reiðufé og ávísanir voru þau ýmist kölluð greiðslukort eða þau voru kennd við kortafyrirtækin sem gefa þau út. Það dugar þó ekki alltaf til því kortin eru tvenns konar, kreditkort og debetkort. Menn sætta sig misvel við þessa blendinga jafnvel þótt orðin kredit og debet sé viðurkennd hugtök í bókfærslu og bankaviðskiptum. Þess vegna hefur verið lagt til að kalla þessi kort biðgreiðslukort og staðgreiðslukort í samræmi við hlutverk þeirra. Einnig hefur verið stungið upp á orðinu krítarkort um kreditkort enda eru þau notuð til þess að kaupa eitt og annað „upp á krít“ eins og stundum er sagt, þ.e.a.s. ‘út í reikning’.

steypir

Í orðatiltækinu að vera kominn á steypirinn, sem einkum er haft um konur sem eru komnar nærri því að ala barn, geymist gömul orðmynd, þolfallsmyndin steypir. Nú hafa orð af þessu tagi yfirleitt ekkert ‘r’ nema í nefnifalli og þannig var það líka í fornu máli en á tímabili hélst r-ið í flestum beygingarmyndum (læknirar, kíkirnum). Orðið steypir heyrist sjaldan nema í þessu sambandi en bókstafleg merking þess er ‘hengiflug’.

stígvél

Stígvél eru geysigagnlegur skófatnaður en orðið kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega seinni liðurinn sem virðist ekki eiga heima í þessu samhengi. Þegar betur er að gáð er heldur ekkert beint samband á milli orðanna stígvél og vél eins og sést á því að annað er hvorugkyns og hitt kvenkyns. Uppruna orðsins stígvél er að leita í ítölsku þótt það sé komið þaðan eftir krókaleiðum. Þar finnum við fyrir orðið stivale í merkingunni ‘sumarskór’. Þegar í forníslensku má finna orðið stýfill ‘skór’ en óvíst er hvort nútímaorðið stígvél er komið af því eða hvort það er seinni tíma tökuorð. Hvort heldur sem er hefur orðið líklega mótast í daglegu máli þar sem tilhneiging er til að laga framandlega og illskiljanlega orðhluta að einhverju kunnuglegu.

stóarhús

Orðið eldhús er eitt þeirra orða sem fylgt hafa þjóðinni um aldir og merkingin lagað sig að breyttum aðstæðum og nýrri tækni. Nútíma eldhús á fátt sameiginlegt með þeim vistarverum sem upphaflega báru sama nafn. Það er ekki hús í neinum skilningi heldur eitt af herbergjunum í íbúð eða húsi og þar er heldur enginn eldur þótt vissulega sé eldað þar. Eigi að síður þjónar orðið hlutverki sínu með ágætum. Á meðan verið var að skipta úr gömlu hlóðaeldhúsunum yfir í ný eldhús með kola- og síðar rafmagnseldavélum var víða hvort tveggja á bæjum. Hlóðaeldhúsið var nýtt til sláturgerðar og slíks og hélt sínu gamla nafni þangað til það var lagt af. Nýja eldhúsið var aftur á móti kallað eitthvað annað svo lengi sem bæði voru við lýði, oftast annaðhvort kokkhús eða stóarhús.

strætisvagn

Í íslensku er gerður greinarmunur á stórum farþegabílum eftir því hvort þeir eru einkum notaðir innanbæjar eða á milli fjarlægari staða. Í fyrra tilvikinu er talað um strætisvagn &StuttStrik; eða strætó &StuttStrik; en rútu í því síðara. Algengt er þó að sama orðið sé notað um hvort tveggja í tungumálum.

Orðið rúta er tökuorð sem er ættað úr frönsku en komið í íslensku í gegnum dönsku. Franska orðið getur bæði merkt ‘vegur’ og ‘leið’ en í dönsku er það einungis notað í síðari merkingunni. Í íslensku hefur merking orðsins aftur á móti færst af sjálfri leiðinni yfir á farartæki sem gengur ákveðna leið.

stuð

Orðið stuð er tökuorð úr dönsku ásamt sögninni stuða sem merkir ‘að ýta eða rekast á (yfirleitt frekar óþyrmilega)’. Af henni er dregið nafnorðið stuðari, en stuðarinn tekur einmitt mesta höggið ef bíll lendir í árekstri. Sögnin er líka notuð í yfirfærðri merkingu, ‘að móðga eða særa (t.d. með óþægilegum ummælum eða hegðun)’. Í íslensku hefur stuð fengið yfirfærða merkingu sem nú er örugglega sú algengasta. Hún kemur fram í sambandinu að vera í stuði ‘ að vera í skapi eða ástandi (til að gera eitthvað)’ og í samsetningum eins og vinnustuð, letistuð. Það er líka sú merking sem býr að baki nafninu á Stuðmönnum og viðurnefni Stínu stuð.

stuða

Orðið stuð er tökuorð úr dönsku ásamt sögninni stuða sem merkir ‘að ýta eða rekast á (yfirleitt frekar óþyrmilega)’. Af henni er dregið nafnorðið stuðari, en stuðarinn tekur einmitt mesta höggið ef bíll lendir í árekstri. Sögnin er líka notuð í yfirfærðri merkingu, ‘að móðga eða særa (t.d. með óþægilegum ummælum eða hegðun)’. Í íslensku hefur stuð fengið yfirfærða merkingu sem nú er örugglega sú algengasta. Hún kemur fram í sambandinu að vera í stuði ‘ að vera í skapi eða ástandi (til að gera eitthvað)’ og í samsetningum eins og vinnustuð, letistuð. Það er líka sú merking sem býr að baki nafninu á Stuðmönnum og viðurnefni Stínu stuð.

sturla

Enda þótt Sturla sé karlmannsnafn er það málfræðilega kvenkynsorð og beygist eins og stofa. Af þeim sökum er ýmist miðað við merkingarlega kynið og sagt „hann Sturla“ eða það málfræðilega og sagt „hún Sturla“.

svalir

Altan er eitt af mörgum tökuorðum úr dönsku sem voru algeng fyrr á öldinni. Síðan tók orðið svalir við og nú heyrist danska orðið sjaldan. En eins og ýmis önnur orð sem hafa horfið úr daglegu tali lifir það í bókum og öðrum skrifuðum textum. Þeir sem hafa lesið „Sálminn um blómið“ eftir Þórberg Þórðarson ættu að minnsta kosti að vera vel kunnugir því. Það var til dæmis af altaninu á íbúð Sobbeggi afa og Mömmugöggu sem Lilla-Hegga benti Sobbeggi afa á Hauk sem skítti á fiðluna.

systkin

Orðið systkin þvælist stundum fyrir fólki í stafsetningu því mörgum finnst að í orðinu ættu að vera tvö ‘y’. Seinni hluti orðsins á þó ekkert skylt við kyn, jafnvel þótt systkin séu auðvitað náskyld, heldur er þetta viðskeyti, það sama og í orðunum mæðgin og feðgin.

systrabörn

Það er nokkuð algengt að orð séu eingöngu notuð í eintölu en aldrei í fleirtölu af merkingarlegum ástæðum. Hitt er sjaldgæfara að einungis fleirtalan sé nothæf af þessum sökum. Það á eigi að síður við um orðin bræðrabörn og systrabörn – eintölumyndirnar væru markleysa því enginn getur verið barn bræðra eða systra. Það sama á auðvitað við um bræðra- og systrasyni og -dætur. Þessi orð eru notuð þegar fólk lýsir skyldleika sínum við frændur eða frænkur, t.d. er sagt „Við Guðrún erum systrabörn“ eða „Trausti og Torfi eru bræðrasynir“. Einnig eru til frændsemisorð þar sem fyrri liðurinn er eintölumynd, ‘bróður-’ eða ‘systur-’. Þau orð eru annars eðlis, bæði merkja þau annað og eru notuð í öðru samhengi. Þannig gæti faðir Trausta sagt sem svo: „Torfi er bróðursonur minn“ og hann getur þess vegna átt fleiri bróðursyni.

sælgæti

Mörgum þykir Íslendingar borða meiri sætindi en þeir hafa gott af. Almennt er talað um sælgæti til að vísa til þess sem gerir fólki gott í munni. Í eina tíð kölluðu krakkar sælgæti oft gotterí. Það orð er leitt af lýsingarorðsmyndinni gott (af góður) enda vísar orðið til þess sem er gott. Núna er aftur algengara að börn tali um nammi. Það er eins konar hljóðlíking því þegar menn vilja lýsa því að eitthvað bragðist vel segja þeir gjarnan „namm, namm“. Einnig eru til ýmis önnur orð um sætindi, sum staðbundin, t.d. er sælgæti sums staðar kallað mæra.

T

tasía

Tökuorðið tasía var vel þekkt um miðja öldina þótt nú heyrist það sjaldan. Þótt maður komi ekki auga á líkindin í sjónhendingu á það rætur að rekja til franska orðsins étage sem meðal annars merkir ‘hæð (í húsi)’. Í íslensku hefur orðið líka verið notað í þeirri merkingu en einnig um allt mögulegt sem er í hæðum eða lögum, t.d. mátti heyra talað um „efstu tasíuna“ í bókaskápnum og var þá átt við efstu hilluna. Víð pils sem voru tekin sundur á þverveginn í 3-4 lög sem rykkt voru hvert fyrir neðan annað voru kölluð tasíupils og kökudiskar á tveimur eða fleiri hæðum voru nefndir tasíudiskar.

teika

Það er kallað að teika þegar krakkar hanga aftan í bílum og láta þá draga sig, sérstaklega í hálku á veturna. Þetta er frekar nýlegt orð, sennilega frá því á hernámsárunum, og það á rót sína að rekja til ensku sagnarinnar take ‘taka’ þótt ekki sé alveg ljóst hvernig sú þrönga merking sem það hefur í íslensku er til komin. Þessi leikur hefur varla tíðkast fyrr en bílum fór að fjölga en hann var samt iðkaður strax um 1930 og þá var yfirleitt bara talað um að „hanga aftan í“.

tíkarspenar

Tíkarspenar er það kallað þegar hárinu er skipt í tvennt og það tekið saman með teygjum í tvö skott, sitt til hvorrar hliðar. Í máli eldra fólks eru tíkarspenar hins vegar annað. Áður fyrr var orðið nefnilega haft um stuttar og grannar fléttur sem minntu á spena á tík. Það voru einkum litlar stelpur sem voru með tíkarspena því oft voru þær ekki komnar með svo sítt og mikið hár að það dygði í almennilegar fléttur.

tíska

Við fyrstu sýn eru engin auðsæ tengsl á milli forms orðsins tíska og merkingarinnar en þegar betur er að gáð kemur ýmislegt í ljós. Orðið er nefnilega dregið af kvenkynsorðinu tíð með viðskeyti (eiginlega ‘tíð-ska’) og á meðan bókstafurinn ‘z’ var og hét var orðið skrifað ‘tízka’ í samræmi við uppruna sinn (‘z’ sýndi að samböndin ‘ðs’, ‘ds’ eða ‘ts’ byggju að baki jafnvel þótt framburðurinn væri bara ‘s’). Þegar zetan var afnumin úr íslenskri stafsetningu árið 1973 og farið að skrifa ‘s’ í staðinn samkvæmt framburði hurfu hin sýnilegu tengsl við uppruna orðsins. En tíska er sem sagt í beinum tengslum við tíð (og tíma), ekki bara merkingarlega heldur líka formlega. Orðið er alls ekki nýtt í málinu, t.d. kemur það fyrir í þremur Íslendingasögum. Þeirra á meðal er Laxdæla þar sem þetta stendur: „Í þann tíma var það mikil tíska að úti var salerni og eigi allskammt frá bænum ...“.

tívolí

Í íslensku er orðið tívolí notað sem samheiti um skemmtigarða með ýmiss konar tækjum, t.d. hringekju, rafmagnsbílum, litlum bátum, rússíbana og parísarhjóli og þar eru gjarnan líka speglasalur og draugahús. Upprunalega er þetta heiti á ítölskum bæ, skammt frá Róm, sem ýmsir frægir skemmtigarðar voru síðar kenndir við, meðal annars Tívolí í Kaupmannahöfn sem margir Íslendingar þekkja vel. Í dönsku er orðið líka notað sem samheiti og þaðan hefur það væntanlega borist í íslensku.

tvennd

Orðið par er ekki af germönskum stofni frekar en önnur orð málsins sem byrja á ‘p’. Par kemur þó fyrir þegar í fornu máli, og líklega hafa fæstir verulega andúð á orðinu. En vilji menn komast hjá að nota það er stundum hægt að nota í staðinn orðið tvennd, og talað er um tvenndarkeppni og tvenndarleik í íþróttum. Samt er varla hægt að tala um þrjár tvenndir af sokkum, heldur þrenna sokka eða þrjú pör. Par er líka fast í ýmsum samsetningum, og þar er útilokað að nota tvennd í staðinn og segja t.d. bollatvennd eða hnífatvennd í stað bollapar og hnífapar.

tvínefni

Það hefur færst í vöxt á 20. öld að fólki séu gefin tvö nöfn frekar en eitt og sumir eru jafnvel svo ríkir að þeir heita þremur nöfnum. Í slíkum tilvikum beygjast auðvitað bæði nöfnin eftir því sem við á, bæði það fyrra og síðara, og öll ef þau eru fleiri. Maður segist því „sakna Ólafar Sifjar“ og fara „til Jóns Karls“.

tvö_nöfn

Það hefur færst í vöxt á 20. öld að fólki séu gefin tvö nöfn frekar en eitt og sumir eru jafnvel svo ríkir að þeir heita þremur nöfnum. Í slíkum tilvikum beygjast auðvitað bæði nöfnin eftir því sem við á, bæði það fyrra og síðara, og öll ef þau eru fleiri. Maður segist því „sakna Ólafar Sifjar“ og fara „til Jóns Karls“.

tölva

Þegar nýjungar koma til sögunnar verður að gefa þeim nafn. Til þess eru ýmsar leiðir en hin viðtekna venja í íslensku er að smíða þeim nýyrði. Einhvern tíma í kringum 1960 komu fram nýjar vélar sem þurftu íslenskt heiti og Sigurður Nordal (1886-1974) stakk upp á því að kalla þær „tölvur“. Orðið tölva er sniðið eftir kvenkynsorðinu völva og beygist eins og það. Rótin er aftur á móti sú sama og í nafnorðinu tala og sögninni telja enda voru tölvur fyrst og fremst öflugar reiknivélar í upphafi. Þá hefur líklega engan órað fyrir því hversu útbreiddar tölvurnar ættu eftir að verða og heiti þeirra þar með fyrirferðarmikið í daglegu máli.

tölva_völva

Nýyrðið tölva er sniðið eftir nafnorðinu völva ‘spákona’ og beygist eins. Þessi tvö orð skera sig úr öðrum kvenkynsorðum með sömu beygingu að því leyti að þau hafa ‘ö’ í öllum beygingarmyndum: tölva, tölvu, tölvur. Aftur á móti er algengast er að ‘a’ og ‘ö’ skiptist á í beygingunni: saga, sögu, sögur. Af þessum sökum er tilhneiging til að hafa ‘a’ í nefnifalli þessara tveggja orða eins og annarra: *talva, *valva en það er ekki rétt.

U og Ú

undirstöðuatvinnufyrirtæki

Fólk hefur lengi velt fyrir sér þessari spurningu og gert sér leik að því að búa til orð eins og Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr eða jafnvel hæstaréttarmálaflutningsmannsvinnukonu- útidyralyklakippuhringur. Slík orð koma auðvitað ekki fyrir í venjulegu máli en í raun og veru má hugsa sér að halda endalaust áfram að prjóna við þau. Menn hafa aftur á móti athugað hversu löng orð koma fyrir í raunverulegum textum og komist að því að þau verði tæpast lengri en 8-10 atkvæði. Í einni athuguninni reyndist lengsta orðið sem greinilega var ein heild vera ellefu atkvæði. Það var undirstöðuatvinnufyrirtæki en sjálfsagt er hægt að finna fleiri orð af sömu lengd í öðrum textum.

upphrópanir

Ýmiss konar upphrópanir eru algengar í töluðu máli, einkum í óformlegum samtölum fólks eða jafnvel upp úr þurru, eins og þegar sá sem stingur sig á nál hrópar ósjálfrátt „æ!“ upp úr eins manns hljóði. Upphrópanir eru gjarnan einstök hljóð eða atkvæði sem tæplega geta talist til eiginlegra orða, t.d. ó eða , en orð, orðasambönd og jafnvel heilar setningar eru líka notaðar sem upphrópanir, t.d. má líta á setninguna „Heyr á endemi!“ í heild sem upphrópun. Stundum er gert ráð fyrir upphrópunum sem sérstökum orðflokki en þá er hann yfirleitt bara talinn fela í sér ýmis smáorð sem ekki eiga heima annars staðar. Upphrópanir hafa yfirleitt ekki eiginlega merkingu heldur tjá þær ýmiss konar geðbrigði eða tilfinningar, t.d. undrun, reiði eða sársauka. Þær flytjast auðveldlega milli mála, sérstaklega með kvikmyndum þar sem hljóðið vegur þungt og persónur sýna gjarnan sterk viðbrögð. Upphrópunin sem nú er algeng mun t.d. eiga uppruna sinn í ensku og hefur eflaust breiðst út með bandarískum kvikmyndum.

úlfaldi

Eins og flestir vita er úlfaldi dýr sem lifir í Asíu og Afríku og er notað þar sem burðardýr. Orðið sem íslenskan hefur um þetta dýr er hins vegar komið annars staðar að. Á latínu er orðið elephantus notað um fíl og fílabein og á grísku hefur orðið eléphas sömu merkingu. Nágrannamál okkar nota samsvarandi orð um fíla, t.d. elefant í dönsku, en í íslensku hefur þessi orðstofn ummyndast í íslenska orðið úlfaldi sem vísar til allt annars dýrs (á dönsku heitir það kamel). Það er athyglisvert að í orðasambandinu að gera úlfalda úr mýflugu er á dönsku og þýsku talað um fíl en ekki úlfalda og reyndar eru dæmi um samsvarandi mynd orðtaksins í íslensku, að mynda fíla úr mýflugum, en hún er fátíð.

V

vasi

Í íslensku hefur orðið vasi tvær aðalmerkingar. Það er annars vegar haft um ker eða krukku fyrir afskorin blóm og hins vegar um eins konar poka eða hólf sem saumað er í eða á flíkur. Óvíst er að nokkur bein tengsl séu á milli þessara merkinga. Vasi í merkingunni ‘blómaker’ er tökuorð úr dönsku. Það er ættað úr latínu og samsvarandi orði bregður fyrir í mörgum grannmálum okkar í þessari sömu merkingu. Aftur á móti er uppruni hinnar merkingarinnar óljós og þar eru t.d. notuð allt önnur orð í nærliggjandi málum. Vasi á flík er t.d. kallaður lomme á dönsku, ficka á sænsku, tasche á þýsku og pocket á ensku og sumum þeirra hefur brugðið fyrir sem tökuorðum í íslensku, t.d. hefur vasi sumstaðar verið kallaður lumma (sbr. dönsku) og annars staðar fikki eða fikka (sbr. sænsku) þótt þau orð hafi ekki orðið útbreidd.

Ýmiss konar upphrópanir eru algengar í töluðu máli, einkum í óformlegum samtölum fólks eða jafnvel upp úr þurru, eins og þegar sá sem stingur sig á nál hrópar ósjálfrátt „æ!“ upp úr eins manns hljóði. Upphrópanir eru gjarnan einstök hljóð eða atkvæði sem tæplega geta talist til eiginlegra orða, t.d. ó eða , en orð, orðasambönd og jafnvel heilar setningar eru líka notaðar sem upphrópanir, t.d. má líta á setninguna „Heyr á endemi!“ í heild sem upphrópun. Stundum er gert ráð fyrir upphrópunum sem sérstökum orðflokki en þá er hann yfirleitt bara talinn fela í sér ýmis smáorð sem ekki eiga heima annars staðar. Upphrópanir hafa yfirleitt ekki eiginlega merkingu heldur tjá þær ýmiss konar geðbrigði eða tilfinningar, t.d. undrun, reiði eða sársauka. Þær flytjast auðveldlega milli mála, sérstaklega með kvikmyndum þar sem hljóðið vegur þungt og persónur sýna gjarnan sterk viðbrögð. Upphrópunin sem nú er algeng mun t.d. eiga uppruna sinn í ensku og hefur eflaust breiðst út með bandarískum kvikmyndum.

vega_salt

Á seinni hluta 19. aldar skrifaði Ólafur Davíðsson (1862&StuttStrik;1903) bók um íslenskar skemmtanir og þar segir hann að það sé „tíð list og forn“ að vega salt. Þótt leikurinn hafi ekki breyst í grundvallaratriðum notuðu krakkar í gamla daga tré eða planka sem þeir lögðu yfir vegg eða jafnvel húsmæni. Þótti sumum fullorðnum þetta hættulegur leikur. Hann var líka kallaður að ríða kort, að róa kort og að ríða ási. Það er svo ekki fyrr en miklu síðar þegar þar til gerð leiktæki voru komin til sögunnar að farið er að nota nafnorðið vegasalt. Reyndar höfðu sumir orðasambandið að vega salt um annan leik sem margir þekkja. Þá standa tveir og snúa bökum saman, krækja saman handleggjunum og beygja sig síðan fram til skiptis og vega um leið hvor annan upp á bak sér. Þetta var líka kallað að skaka strokk og að steyta pipar.

vegasalt

Á seinni hluta 19. aldar skrifaði Ólafur Davíðsson (1862&StuttStrik;1903) bók um íslenskar skemmtanir og þar segir hann að það sé „tíð list og forn“ að vega salt. Þótt leikurinn hafi ekki breyst í grundvallaratriðum notuðu krakkar í gamla daga tré eða planka sem þeir lögðu yfir vegg eða jafnvel húsmæni. Þótti sumum fullorðnum þetta hættulegur leikur. Hann var líka kallaður að ríða kort, að róa kort og að ríða ási. Það er svo ekki fyrr en miklu síðar þegar þar til gerð leiktæki voru komin til sögunnar að farið er að nota nafnorðið vegasalt. Reyndar höfðu sumir orðasambandið að vega salt um annan leik sem margir þekkja. Þá standa tveir og snúa bökum saman, krækja saman handleggjunum og beygja sig síðan fram til skiptis og vega um leið hvor annan upp á bak sér. Þetta var líka kallað að skaka strokk og að steyta pipar.

veira

Nýyrðið veira er notað um örverur sem valda ýmiss konar sjúkdómum í mönnum og skepnum og heita virus á mörgum erlendum málum. Tökuorðinu vírus bregður líka fyrir í íslensku og einnig var stungið upp á því að nota nýyrðið víra um það sama. Upphafsmaður orðsins veira var Vilmundur Jónsson (1889-1972) landlæknir. Tillaga hans var ekki óumdeild eins og kemur fram í greininni „;Vörn fyrir veiru“; sem hann skrifaði af því tilefni. Kveikjan að henni var eftirfarandi gagnrýni á orðið: „Nafnið veira hefur líka verið notað um þennan lífveruflokk í íslenzku máli, en það virðist ekkert hafa fram yfir orðið vírus nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel í málinu og beygist eins og prímus.“ Leggur Vilmundur út af þessu og annarri gagnrýni og er greinin einhver sú skemmtilegasta sem skrifuð hefur verið um íslenska nýyrðasmíð.

vera

Samkvæmt „Íslenskri orðtíðnibók“ (1991) er sögnin vera algengasta sagnorð í íslensku og jafnframt eitt af þremur algengustu orðum málsins ásamt samtengingunum og og að. Í textasafni með rúmlega hálfri milljón lesmálsorða kom vera rúmlega 21.000 sinnum fyrir í einhverri mynd. Öll algengustu orð málsins eru svokölluð kerfisorð, þar á meðal hjálparsagnir eins og vera, verða og hafa. Af öðrum sögnum er koma algengust en hún er í 22. sæti yfir algengustu íslensk orð og kemur miklu sjaldnar fyrir en vera. Tiltölulega margar sagnir eru meðal hundrað algengustu orða málsins og auk þeirra sem þegar eru nefndar eru algengustu sagnirnar þessar: segja, fara, geta, taka, eiga, gera, sjá, halda, finna, fá, vita, standa, ganga, láta, vilja, leggja, mega og reyna.

vera_í_stuði_

Orðið stuð er tökuorð úr dönsku ásamt sögninni stuða sem merkir ‘að ýta eða rekast á (yfirleitt frekar óþyrmilega)’. Af henni er dregið nafnorðið stuðari, en stuðarinn tekur einmitt mesta höggið ef bíll lendir í árekstri. Sögnin er líka notuð í yfirfærðri merkingu, ‘að móðga eða særa (t.d. með óþægilegum ummælum eða hegðun)’. Í íslensku hefur stuð fengið yfirfærða merkingu sem nú er örugglega sú algengasta. Hún kemur fram í sambandinu að vera í stuði ‘ að vera í skapi eða ástandi (til að gera eitthvað)’ og í samsetningum eins og vinnustuð, letistuð. Það er líka sú merking sem býr að baki nafninu á Stuðmönnum og viðurnefni Stínu stuð.

versla

Sagnirnar versla og kaupa hafa svipaða merkingu en hegða sér ólíkt. Kaupa er áhrifssögn og tekur með sér andlag (í þolfalli), t.d. er talað um „að kaupa ost“. Lengst af hefur versla aftur á móti verið áhrifslaus sögn og henni hefur þar af leiðandi ekki fylgt neitt andlag. Það þykir því ekki gott að tala um „að versla ost“. Hins vegar er hægt að segja „versla í matinn“ því þar stendur nafnorðið með forsetningu og auðvitað „verslar kaupmaðurinn með mat“ en það er allt annað mál.

vespa

Stunguflugur þær sem tekið hafa sér bólfestu á Íslandi á síðari árum og kallast geitungar eru líka stundum nefndar vespur og er það tökuorð. Vespa er líka heiti á ákveðinni gerð af léttum bifhjólum. Sú merking er líka aðflutt því orðið er upprunalega vörumerki fyrir ítalska bifhjólategund.

vestur íslenska

Í vestur-íslensku, máli íslensku landnemanna í Kanada og Bandaríkjunum og afkomenda þeirra, er orðfærið oft annað en í þeirri íslensku sem töluð er hér á landi. Þegar vesturfararnir fluttust til Ameríku á 19. öld kynntust þeir ýmsum fyrirbærum þar sem þeir þekktu ekki áður og þá var auðvitað nærtækast að aðlaga ensku orðin íslenskunni en auk þess komust ýmis önnur ensk orð inn í mál þeirra. Töluvert var um blaðaskrif þar sem lýst var áhyggjum af þessu og eftirfarandi línur sem áttu að lýsa dæmigerðri vestur-íslensku birtust í blaðinu „Lögbergi“ í Winnipeg árið 1891: „Unga fólkið fer út fyrir drive og fer á treininu til næstu staða. Stúlkurnar horfa á sig í glasinu og hafa topp, þær bera á sig scent og láta dressmaker búa til kjólana sína, þær sækja um að verða diningroom-stúlkur, eða komast í kitsjenið og londríið, þær verða að baka pie, píla kartöflur, rósta kjöt og klína upp húsið.“

vettlingur

Vettlingar eru ómissandi flíkur í íslenskum vetrarveðrum og jafnvel líka á öðrum árstímum. Lausnin á þessari gátu er einmitt vettlingur:

Eg er hús með öngum tveim
í mér liggja bræður fimm;
í hörðum kulda hlífi ég þeim,
þó hríðin verði köld og grimm.

viðurnefni

Viðurnefni er viðbót við eiginlegt nafn manns. Í fornum sögum eru fjölmörg dæmi um slíkt: Eyvindur hani, Yngveldur rauðkinn, Þorsteinn tittlingur og fleiri. Mjög oft tengdust viðurnefni útliti fólks (hauknefur, flatnefur, langháls, rauði) en einnig skapgerð og andlegum hæfileikum (hinn óði, fróði) og uppuna eða dvalarstað (austmaður, hinn finnski). Ein tegund auknefna er sú að sett var auðkennandi orð framan við mannsnafnið og tengt því með bandstriki (Skalla-Grímur, Skáld-Hrafn, Hrafna-Flóki, Tungu-Oddur). Viðurnefni hafa tíðkast fram á þennan dag (Guðmundur jaki, Ragnar skjálfti) en eru á undanhaldi, enda ekki við hæfi, síst ef þau beinast að útliti.

viðvörun

Nafnorðin aðvörun og viðvörun eru talsvert algeng í íslensku. Þau merkja bæði það sama, ‘það að vara við (t.d. hættu)’, og eru sennilega einkum notuð um boð um aðsteðjandi hættu. Orð af þessu tagi, kvenkynsorð sem enda á ‘-un’, eru yfirleitt mynduð af sagnorðum. Þar sem sambandið ‘*vara að’ er ekki til hafa margir lagst gegn notkun orðsins aðvörun og mælt með því að nota heldur viðvörun með tilvísun til sambandsins vara (einhvern) við sem allir þekkja. Það kann líka að mæla gegn orðinu aðvörun að það minnir mjög á danska orðið advarsel.

viskí

Orðið ákavíti er sennilega tökuorð úr dönsku en það er upprunalega orðið til úr latneska sambandinu aqua vitae sem merkir bókstaflega ‘lífsins vatn’. Annað orð með svipaða merkingu, orðið viskí, á sér áþekka sögu. Það á rætur að rekja til skoskrar ensku en er leitt af írsku orði sem líka merkti ‘lífsins vatn’ líkt og hinn latneski forveri ákavítisins.

vista

Vista er gömul sögn í málinu, skyld sögninni vera, og merkti &einfgaes1;koma einhverjum til dvalar&einfgaes2; á ákveðnum stað. Um miðjan níunda áratuginn var hún tekin upp í tölvumál og gefin ný merking, en þó vissulega skyld þeirri eldri; ‘geyma skrá á diski’. Áður hafði slettan seiva (sbr. ensku sögnina save) verið notuð í þeirri merkingu í nokkur ár.

vírus

Nýyrðið veira er notað um örverur sem valda ýmiss konar sjúkdómum í mönnum og skepnum og heita virus á mörgum erlendum málum. Tökuorðinu vírus bregður líka fyrir í íslensku og einnig var stungið upp á því að nota nýyrðið víra um það sama. Upphafsmaður orðsins veira var Vilmundur Jónsson (1889-1972) landlæknir. Tillaga hans var ekki óumdeild eins og kemur fram í greininni „;Vörn fyrir veiru“; sem hann skrifaði af því tilefni. Kveikjan að henni var eftirfarandi gagnrýni á orðið: „Nafnið veira hefur líka verið notað um þennan lífveruflokk í íslenzku máli, en það virðist ekkert hafa fram yfir orðið vírus nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel í málinu og beygist eins og prímus.“ Leggur Vilmundur út af þessu og annarri gagnrýni og er greinin einhver sú skemmtilegasta sem skrifuð hefur verið um íslenska nýyrðasmíð.

vænn

Lýsingarorðið vænn hefur ýmsar merkingar, t.d. &einfgaes1;stór&einfgaes2; í samböndum eins og &tvofgaes1; að fá vænan skerf af einhverju&tvofgaes2;, &einfgaes1;í góðum holdum&einfgaes2;, eins og í sambandinu &tvofgaes1;vænn dilkur&tvofgaes2; og ekki síst &einfgaes1;góður&einfgaes2;, eins og þegar sagt er &tvofgaes1;vænsti drengur&tvofgaes2;. Á undanförnum árum er farið að nota þetta orð í merkingunni &einfgaes1;vinsamlegur&einfgaes2; í ýmsum samsetningum þar sem þýða þarf enska orðið &einfgaes1;friendly&einfgaes2;; notendavænn, umhverfisvænn, fjölskylduvænn, vistvænn.

vættur

„Allar góðar vættir lýsi veginn þinn“ segir í Ömmubæn, hugljúfu dægurlagi frá því um miðja 20. öldina. Þarna er vættur greinilega notað í kvenkyni eins og tíðkast hefur frá fornu fari en lengi hefur þó gætt tilhneigingar til að hafa það í karlkyni. Ástæðan er eflaust sú að kvenkynsorð sem enda á &einfgaes1;-ur&einfgaes2; eru fá en karlkynsorðin þeim mun fleiri og málnotendur taka þetta því ósjálfrátt sem slíkt.

Þ

þarfaþing

Ýmsir gagnlegir hlutir eru stundum kallaðir þarfaþing. Merking fyrri hlutans er augljós, hann vísar til einhvers sem þarft er og tengist t.d. lýsingarorðinu þarfur. Orðið þing merkir oftast &einfgaes1;samkoma&einfgaes2; (sbr. alþing) en það getur líka merkt &einfgaes1;hlutur&einfgaes2; og það er auðvitað sú merking sem þarna er á ferðinni. Hún sést vel á líkindum við danska orðið ting, hið þýska Ding og enska orðið thing sem öll hafa þessa merkingu og eru runnin af sömu rót og íslenska orðið.

þorskhaus

Þorskhaus er stundum notað í niðrandi merkingu um einhvern sem þykir ekki stíga í vitið. En þorskhausar geta leynt á sér. Raunverulegir þorskhausar skiptast í ótal hluta sem flestir eða allir hafa nafn og margir fleiri en eitt. Í &tvofgaes1;Íslenskri orðabók&tvofgaes2; (1983) eru talin upp um hundrað heiti á hlutum haussins. Þar leynast til dæmis ýmis dýr, s.s. björn, hæna, kisa, krummi, kýr, köttur, refur og svín. Og meðal annars sem þarna er að finna er: barn, gelgjur, karlprjónar, kerlingarsvunta, kjaftakýr, koddabein, lúsabarð, manndrápsbein, meyjarsvunta, nál, sjómaður, steðji, strokkur og þrjóskubarð.

þrítala

Þrítala birtist í fjölmörgum myndum í málinu, bæði rituðu og töluðu. Í þjóðsögum og ævintýrum er hún fastur liður, bæði í byggingu frásagnar með vaxandi spennu þar sem úrslit ráðast í þriðja sinn og í smærri einingum frásagnarinnar (þrjár systur, þrjár gjafir o.s.frv.). Stundum getur aðaláherslan verið á fyrsta atriðinu. Í heilagri ritningu er þrítalan áberandi, sbr. trú, von og kærleik. Hið sama er að segja um norræna goðafræði þar sem Óðinn birtist í þrennu gervi: Hár, Jafnhár og Þriðji. Í lærðum stíl er þrítalan einnig mjög áberandi (...hvílíka rækt, ást og virðing þeir hafa til Guðs orðs).

þröskuldur

Þröskuldur er hluti af dyraumbúnaði, plankinn sem liggur milli dyrastafa og skilur á milli herbergja. Orðið sjálft er nokkuð torkennilegt og liggur ekki í augum uppi hvernig það gæti tengst öðrum orðum málsins. Svo virðist sem Íslendingum fyrri alda hafi heldur ekki verið ljóst hvernig orðið er hugsað. Til marks um það er orðmyndin þrepskjöldur sem kemur m.a. fyrir í fornritum og hefur líklegast verið eins konar tilgáta um uppruna eða samhengi orðsins. Slíkar skýringartilgátur kalla orðsifjafræðingar alþýðuskýringar. Í rauninni á þröskuldur þó hvorki skylt við þrep né skjöld og nánasti ættingi þess í íslensku er sögnin þreskja ‘losa korn úr axi’. Einhvern tíma í grárri forneskju hefur orð samsvarandi þröskuldi verið haft um áhald til að þreskja korn, líklega einhvers konar fjöl þar sem troðið var eða trampað á öxunum til að losa kornið, e.t.v. við innganginn að híbýlum manna. Síðar voru teknar upp aðrar aðferðir við þreskingu en fjölin í dyrunum hélt heiti sínu þótt samhengið gleymdist. Hefði merkingarsamhengið haldist, mætti gera sér í hugarlund að þröskuldur væri kallaður ‘þreskjald’ á okkar dögum.

þú

Orðið þú vísar til þess sem talað er við. Það hefur með öðrum orðum ekki fasta tilvísun heldur fer það eftir aðstæðum, því hver talar og til hvers hann beinir orðum sínum. Í tveggja manna tali vísar t.d. hvor til hins með orðinu „þú“. Venjulega hefur þú bara verið notað um einhvern sem er viðstaddur þótt auðvitað sé stundum brugðið út af því, t.d. þegar skáld ávarpar ímyndaðan lesanda eða hlustanda: „Þú ert yndið mitt yngsta og besta...“. Nú er þó að verða mun algengara að þú sé notað án þess að orðunum sé beint til neins ákveðins. Þetta er einkum áberandi í ýmiss konar auglýsingatextum, leiðbeiningum og kynningarefni: „Þegar þú burstar tennurnar minnka líkur á tannskemmdum“. Stundum er þessari notkun eflaust ætlað það hlutverk að gera textann persónulegri, að láta lesandanum finnast að verið sé að ávarpa hann beint, en oft virkar þú samt frekar eins og óákveðið fornafn en persónufornafn í slíkum tilvikum. Mörgum er mjög í nöp við þessa notkun orðsins og vissulega getur útkoman orðið heldur pínleg, t.d. fyrir karlinn sem sat undir lýsingu á morgunógleði kvenna og var hún orðuð þannig: „Þegar þú ert óléttur er þér stundum óglatt á morgnana“.

Æ

ær

Orðið á er eitt af stystu orðum í íslensku. Eigi að síður leynir þessi orðmynd á sér því hún er nokkuð margföld í roðinu. Hún er nefnilega ýmist forsetning eins og þegar sagt er „Leggðu bókina á borðið“ eða hún getur verið nafnorðið á ‘vatnsfall, fljót’, t.d. þegar sagt er „Það rennur straumlygn á eftir miðjum dalnum“. Í setningunni „Ég á bókina“ er þetta aftur á móti ein af beygingarmyndum sagnarinnar eiga og þegar sagt er „Drengurinn eignaðist á með tveimur lömbum“ er enn annað orð á ferðinni, nafnorðið ær. Fólk hefur leikið sér með þessa margræðni og ein útkoman úr þeim orðaleikjum er setningin „Trausti á Á á á“.

ættarnöfn

Undir lok 18. aldar breiddust ættarnöfn mjög út á Íslandi. Þeir sem voru sigldir tóku gjarnan upp ættarnöfn fram um miðja 19. öld og reyndar fjölgaði ættarnöfnum mjög allt fram til ársins 1910 en þá voru þau orðin 297. Lög hafa verið sett um nafngiftir og ættarnöfn en ekki er víst að áhrifin hafi verið þau sem að var stefnt. Um tíma var þó reynt að sporna við að útlendingar sem hér fengu ríkisborgararétt notuðu sín upphaflegu nöfn og ættarnöfn. Gera má ráð fyrir að nú séu ættarnöfn mun fleiri en árið 1910, m.a. vegna þeirra útlendinga sem hér hafa sest að. Líklegt er þó að notkun ættarnafna almennt sé á undanhaldi því margir vilja halda í þá gömlu hefð að þeir séu sýnilega synir eða dætur feðra sinna og mæðra (Helguson, Jónsdóttir, Droplaugarson).

Ö

örnefni

Eins og sjá má í Landnámu virðist hafa verið mjög algengt að örnefni tengdust mannanöfnum. Upp úr 1965 setti Þórhallur Vilmundarson fram hugmyndir sínar um náttúrunöfn. Hann heldur því fram að nafngiftir hafi mjög oft tengst fyrirbærum í náttúrunni en ekki þeim mönnum sem hér námu land. Þannig eigi t.d. Dýrafjörður ekkert skylt við Dýra landnámsmann, heldur opnist dyr þegar siglt er í átt að firðinum: Dyrafjörður. Grímsá væri þá hin svarta á, sbr. það að gríma merkti ‘nótt’ í skáldamáli. Grímsár eru margar á Íslandi, rétt eins og Svartár; þær eru bergvatnsár og því dökkar á lit. Það sést best þegar þær falla í jökulár sem oft virðast hvítar, sbr. nafnið Hvítá.

örverpi

Orðið örverpi merkir &einfgaes1;síðasta eggið sem fugl verpir&einfgaes2; enda er síðari liðurinn greinilega skyldur sögninni að verpa. Þetta orð hefur líka verið notað í yfirfærðri merkingu, m.a. um síðasta barn foreldra, ekki síst ef nokkur aldursmunur er á því og næsta barni á undan.